Jökull - 01.12.2007, Page 111
Bréf Guðmundar Arnlaugssonar til Trausta Einarssonar
28. Kveða vindar kaldri raust
um klakalinda blása.
Það er yndi ekki traust
á efstu tinda að rása.
29. Frjósa hár og fölna brár,
foldu skárar vetur,
freðnum bárum fanna sár
feykir kára-tetur.
30. Hætta er mörg á hálli leið,
hretin örg ei lýsa.
Fyrir björgum fremja seið
flögð í hörgum ísa.
31. Fjalls í þrenging helst er hlíf,
að hraustir strengir dugi.
Þriggja drengja lengi líf
lafði á hengiflugi.
32. Samt þeir náðu heilir heim
hjarns úr ráðaleysu.
Fyrir þáðu frægð og seim
fjalladáðareisu.
33. Hirtu tól og brutu upp ból,
buldi í hólum gjóla.
Runnu á hjólum heim í stól
að hringasóli jóla.
– o –
34. Flest er valt, í veröld gjalt
víða falt er mikið.
Þú getur allt, þótt kveði kalt.
Komdu og haltu strikið.
– o –
35. Lyftu feldi ljúfa sprund,
ljóðs er eldur þrotinn.
Eg vil heldur á þinn fund,
eg er heldur skotinn.
– o – o–
Róður vanda, stuðla stef,
standa landamerkin.
Hróður banda, glaður gef
guði – handa – verkin.
Með nýjárskveðju og þökk fyrir liðna árið
30/12 1938
Ólafur Jónsson
Trausti og Guðmundur. – Trausti Einarsson and Guð-
mundur Arnlaugsson.
JÖKULL No. 57 109