Jökull


Jökull - 01.12.2007, Síða 114

Jökull - 01.12.2007, Síða 114
Magnús T. Guðmundsson Endurskoðendur félagsins voru Elías B. Elíasson og Árni Kjartansson. Alexander Ingimarsson sá um félagaskrá og var að auki umsjónarmaður húsnæðis í Mörkinni 6. Steinunn Jakobsdóttir sá um erlenda áskrift Jökuls. FÉLAGATAL Skráðir félagar er nú 512. Heiðursfélagar eru 13, al- mennir félagar 520, fjölskyldufélagar 10, fyrirtæki og stofnanir 42 og námsmenn 20. Bréfafélagar eru um 50 auk þess sem Jökull er sendur sjö fjölmiðlum og erlendir áskrifendur eru rúmlega 60. Nokkur fjölg- un hefur orðið á árinu. Á aðalfundi var Sveinbjörn Björnsson einróma kjörinn heiðursfélagi JÖRFÍ. Á haustfundinum í október var honum afhent skrautritað skjal og jöklastjarna. FJÁRMÁL Fjárhagur félagsins er viðunandi og fjárhagsstaðan traust. Allan vara þarf þó að hafa í fjármálum og gæta þess að kostnaði sé haldið í skefjum. Galdkeri mun kynna reikninga ársins hér á eftir. RANNSÓKNIR Rannsóknir sem félagið kom að fóru einkum fram í vorferð á Vatnajökul, síðsumarferð í Grímsvötn og í sporðamælingum félagsmanna. Að auki studdi félag- ið beint og óbeint við fleiri verkefni. Vorferðin Vorferðin er eitt viðamesta verkefni félagsins og er ásamt sporðamælingunum stærsta beina framlag JÖRFÍ til vísindarannsókna á Íslandi. Ferðin nú var sú 54. í röðinni. Mælingaverkefni ferðarinnar gengu flest vel en skálaviðhald síður þar sem varla náði á þorna nægilega til að hægt væri að bera á húsin hina nauð- synlegu fúavörn (Ath: Hér er sleppt upptalningu verk- efna enda eru þau rakin í sérstakri skýrslu um vorferð 2006 í Jökli). Þátttakendur í þessari vorferð voru 24 en til við- bótar var tvennt með fyrri helgina og þrjú urðu sam- ferða Skaftárkatlaförum úr Reykjavík og bættust í hópinn á miðvikudeginum. Auk snjóbíls HSSR voru Ford bíll JÖRFÍ og fleiri bílar með í för auk véls- leða. Fararstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson en Sjöfn Sigsteinsdóttir sá um matarbirgðir. Þessi nöfn eru gömul og kunnugleg en sem betur fer var nú meira af ungu og kraftmiklu fólki en oft áður og heldur sú þróun vonandi áfram á næstu árum. Eins og verið hefur um langan aldur lagði Lands- virkjun fram mikilvægan skerf til þessarar ferðar með því að leggja til farartæki til þungaflutninga. Einnig studdi Vegagerðin ferðina með styrk til eldsneytis- kaupa. Borun í Vestari Skaftárketil Vorferðin flutti búnað upp í Vestari Skaftárketil en þar vann síðan hópur undir forystu Þorsteins Þorsteins- sonar og Tómasar Jóhannessonar við að bora í gegn- um ísinn niður í lónið undir katlinum. Verkið gekk brösuglega framan af en borhópurinn dvaldi við ketil- inn í heila viku. Undir lokin tókst að bora gegnum jökulinn, taka sýni úr vatninu og koma þar fyrir ýms- um síritandi mælitækjum. Tækin mældu hita og þrýst- ing allt sumarið og fengust merk gögn um ástand í lóni af þessu tagi. Þessar mælingar munu varpa nýju ljósi á hegðun Skaftárhlaupa og jarðhitasvæðið undir kötlunum. Sami hópur mun taka þátt í næstu vorferð og reyna að vinna samskonar verk í Eysti katlinum. Bergur Einarsson, framhaldsnemi í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands vinnur aðMS-verkefni um rannsókn- irnar í Skaftárkötlum. Rannsóknir á Grímsvatnagosinu 2004 Auk vinnu í vorferðinni fór flokkur í Grímsvötn seint í júlí til rannsókna á gjóskunni úr Grímsvatnagosinu 2004. Nákvæm snið af gjóskunni næst gígnum voru mæld og sýni tekin til margvíslegra rannsókna á til- raunastofu. Verkefnið er samvinna fjögurra háskóla í jafnmörgum löndum en Jarðvísindastofnun Háskól- ans leiðir það. Hópurinn var í Grímsvötnum í tæpar tvær vikur. Halldór Ólafsson yngri tók þátt í verkefn- inu sem sjálfboðaliði á vegum félagsins og félagar úr skálanefnd fóru snögga ferð uppeftir, unnu að viðhaldi og tókst einnig að bera fúavörn á öll húsin. Sporðamælingar Sporðamælingar voru með líku sniði og undanfarin ár. Oddur hafði fengið skýrslur um legu jökulsporða á 46 stöðum nú seinni hluta febrúar. Þessi misserin hopa flestir jöklar. Mest hefur hopið verið í Gígjökli 112 JÖKULL No. 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.