Jökull - 01.12.2007, Page 115
Jöklarannsóknafélag Íslands
Guðrún Larsen uppfræddi unga og aldna um jökulhlaup í Markarfljóti í sumarferðinni, m.a. um jökulhlaupasetið
í Lausöldu. – Tephra layers and jökulhlaup deposits at Markarfljót were inspected during the summer trip.
sem er nú ekki svipur hjá sjón enda hefur hann styst
um 900 m á 12 árum. Vesturhluti Skeiðarárjökuls og
Breiðamerkurjökull hafa einnig hopað mikið, eða vel
yfir hálfan kílómetra undangenginn áratug. Undan-
tekningar eru nokkrar. Reykjafjarðarjökull hleypur
enn fram og smávægilegt framskrið mældist í Hyrn-
ingsjökli, Svínafellsjökli og austurhorni Skeiðarárjök-
uls.
Afkomumælingar og veðurathuganir
Svipað snið var á afkomumælingum rannsóknastofn-
ana og verið hefur undanfarin ár. Jarðvísindastofn-
un og Landsvirkjun unnu mælingar á Vatnajökli og
Langjökli en Vatnamælingar Orkustofnunar á Hofs-
jökli og Drangajökli. Einnig ráku fyrrnefndu stofn-
anirnar sjálfvirkar veðurstöðvar á Vatnajökli og Lang-
jökli. Félagið leggur fram vinnu í vorferðum á Vatna-
jökli og aðstöðu í húsum sínum, en er ekki beinn þátt-
takandi í þessum verkum.
Eftirlit meðMýrdalsjökli
Þó heldur hafi verið rólegra yfir Kötlu en á fyrstu fimm
árum nýrrar aldar, var áfram haldið eftirliti því sem
komið var á haustið 1999 enda vill enginn snúa til
þess tíma þegar viðbúnaður var allur minni en nú er.
Gerðar eru GPS-landmælingar, jarðskjálftamælingar,
vatnshæð og leiðni er mæld í ám sem renna frá Mýr-
dalsjökli auk lónsins við Gígjökul og fylgst er með
jarðhita með flugradarmælingum og myndatökum úr
lofti.
FUNDIR
Opinberir fundir voru þrír að venju og haldnir í Nor-
ræna húsinu. Aðalfundurinn var 27. febrúar. Eftir hlé
hélt Bergþóra Sigurðardóttir ákaflega fallega sýningu
sem hún nefndi frosið vatn. Vorfundur var 25. apríl
en þar hélt Áslaug Geirsdóttir erindi um sögu Lang-
jökuls eins og hún kemur fram í setlögum í Hvítár-
vatni. Að loknu kaffinu sýndi Magnús Tumi Guð-
JÖKULL No. 57 113