Jökull - 01.12.2007, Side 120
Magnús Tumi Guðmundsson
um við svo í fyrirtaksveðri niður í Jökulheima og til
Reykjavíkur. Þessi afmælisferð heppnaðist með ein-
dæmum vel. Minningar frá liðinni tíð urðu ljóslifandi
í frásögn þeirra eldri og ferðina alla einkenndi einlæg
hlýja og gleði enda mun þessi góða ferð seint líða úr
minni þeirra sem hana fóru.
Ofan í Eystri Skaftárkatlinum. Magnús Hallgríms-
son og Þorsteinn Þorsteinsson ræða árangursríka bor-
un. – In the Eastern Skaftá cauldron after the success-
ful drilling of three holes through the ice into the und-
erlying subglacial lake.
Í Grímsvötnum verða nú töluverðar breytingar frá
einu ári til annars. Jarðhitavirkni er meiri og fjöl-
breytilegri en var áður en goshrinan hófst fyrir rösk-
um áratug. Sá mikli jarðhiti sem verið hefur und-
ir norðaustanverðu Grímsfjalli virðist þó í rénun. Á
móti kemur að nýir jarðhitakatlar eru að myndast
vestast í vötnunum, norðan gosstöðvanna frá 2004.
Samfara auknum jarðhita er jökulbrekkan þar öll að
brotna upp og er nú hin ferlegasta ásýndum, með
miklum sprungum milli stórra jakastykkja sem þakin
eru svartri gjóskunni úr gosinu 2004.
Þátttakendur í hinni reglulegu vorferð voru 24,
flestir sjálfboðaliðar JÖRFÍ auk nokkurra vísinda- og
tæknimanna frá rannsóknastofnunum. Til viðbótar
voru þeir sem dvöldu í Eystri Skaftárkatlinum, en
þar voru 6 manns í meiðhýsi Landsvirkjunar. Farar-
tæki voru snjóbíll HSSR, Ford Jöklarannsóknafélags-
ins, aðrir bílar og vélsleðar. Vegagerðin styrkti félagið
til eldsneytiskaupa og Landsvirkjun lagði fram drjúg-
an skerf vegna þungaflutninga.
Þátttakendur: Allan tímann voru: Ágúst Hálfdánsson,
Eiríkur Lárusson, Erik Sturkell, Finnur Pálsson, Hannes
Haraldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Hálfdán Ágústs-
son, Helgi Ágústsson, Hlynur Skagfjörð Pálsson, Hrafnhild-
ur Hannesdóttir, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Jón Kjart-
ansson, Leifur Jónsson, Magnús Hallgrímsson, Sandra Þor-
steinsdóttir, Sigmundur Arthursson, Sigurborg Helgadóttir,
Sjöfn Sigsteinsdóttir, Sveinbjörn Steinþórsson, Tanya Jude-
Eton, Valgerður Jóhannsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Þóra
Karlsdóttir, Þórdís Högnadóttir.
Við Efri Hveradal í
Kverkfjöllum 6. júní
2007. In Kverkfjöll on
June 6th.
118 JÖKULL No. 57, 2007