Jökull


Jökull - 01.01.2009, Side 103

Jökull - 01.01.2009, Side 103
Society report Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2006 og 2006–2007 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is YFIRLIT — Veturinn 2006–2007 var úrkoma ekki fjarri meðallagi en meiri snjór tolldi til fjalla en nokkra undanfarna vetur. Sumarið var í hlýrra lagi þannig að jöklar rýrnuðu enn eitt árið. Ekki reyndist unnt að mæla á fimm af þeim stöðum sem vitjað var. Á 38 stöðum telst jökulsporðurinn hafa styst en gengið fram á tveim stöðum. Annars vegar er það Heinabergsjökull sem er á floti í sporðinn og þess vegna er lengdin ekki endilega í samræmi við rúmmálsbreytingar. Hins vegar mældist 63 m framgangur í Falljökli en ekki sáust þó nein ummerki við sporðinn sem útskýrðu þennan framgang. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Snæfellsjökull Hyrningsjökull – Framgangurinn í fyrra skildi eftir sig smástall í jökulruðningnum. Drangajökull Kaldalónsjökull – Í mælingaskýrslunni segir að jök- ultungan sé enn þá á jafnsléttu en þynnist verulega. Vetrarfönn er töluverð sunnan við gömlu framskriðs- tunguna. Aðeins dálítil bergvatnskvísl kemur nú fram úr gamla jökulflóðsútfallinu. Mórilla kemur nú und- an sporðinum 20–30 m sunnar mælt í suðurdyrastaf útfallsins og hefur færst verulega til norðurs frá því í fyrrahaust. Mælivarða nr. 3 gæti verið í hættu ef áin færir sig enn lengra til norðurs. Hrokavöxtur var í ánni og grjótflug á mælingadaginn. Pistill Skjaldfannarbónda er dagsettur í annarri viku vetrar og hljóðar svo: „Töluverðar veðurfars- legar öfgar hafa einkennt síðasta annálsár. Veruleg- ur snjór kom í nóvember, þá hlýnaði og raunar síðan einbeitt haustveðrátta til sumarmála. Þá gerði hásum- arhlýindi í viku svo að randaflugukerlingar drifu sig á kreik. Síðan gerði harðvítugan kuldakafla og setti nið- ur mikinn snjó til fjalla. Á annan í hvítasunnu lagðist í sólarbreiskjur og sunnanvind meira en elstu menn minnast og stóð sú dýrð til 20. ágúst en þá festumst við í braut úrkomulægða, sem hafa til þessa hellt yfir okkur hverju Nóaflóðinu á fætur öðru. Tún þurrkbrunnu auðvitað svo að leita varð á óá- bornar eyðijarðlendur til að bjarga heyskap. Úthagi leið einnig fyrir þurrkana svo að dilkar komu í rýrara lagi af fjalli en bót í máli að fita þeirra var með hóf- legasta móti. Landsmenn streymdu hér vestur í sólina sem aldrei fyrr svo ferðamannaþjónusta blómstraði. Berja- breiður slógu öll fyrri glæsileikamet og héldust óskemmdar af frostum mun lengur en kartöflugrös í Þykkvabænum. Ernir og snæuglur sjást nú hér oftar en rjúpur og er fádæma glannaskapur að heimila skotveiðar á þeim. Fálki er nánast horfinn enda lifir hann að mestu á rjúpu. Hagamýs réttu úr kútnum í sumar og komu nú aftur í heyrúllur bænda tvíefldar að skaðsemi. Tófan lætur ekki deigan síga og dýrbítur var staðinn að verki bæði í Strandabyggð og Súðavíkurhreppi. Byggð hér um slóðir grisjast enn. Þó er sú „bót“ í máli að bændur þurfa ekki lengur að hrökklast slypp- ir og snauðir á mölina því að gullklyfjaðir kaupendur ríða nú húsum þeirra svo að brakar í hverju tré. JÖKULL No. 59, 2009 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.