Jökull - 01.01.2009, Page 103
Society report
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995,
1995–2006 og 2006–2007
Oddur Sigurðsson
Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is
YFIRLIT — Veturinn 2006–2007 var úrkoma ekki fjarri meðallagi en meiri snjór tolldi til fjalla en nokkra
undanfarna vetur. Sumarið var í hlýrra lagi þannig að jöklar rýrnuðu enn eitt árið.
Ekki reyndist unnt að mæla á fimm af þeim stöðum sem vitjað var. Á 38 stöðum telst jökulsporðurinn hafa
styst en gengið fram á tveim stöðum. Annars vegar er það Heinabergsjökull sem er á floti í sporðinn og þess
vegna er lengdin ekki endilega í samræmi við rúmmálsbreytingar. Hins vegar mældist 63 m framgangur í
Falljökli en ekki sáust þó nein ummerki við sporðinn sem útskýrðu þennan framgang.
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Snæfellsjökull
Hyrningsjökull – Framgangurinn í fyrra skildi eftir sig
smástall í jökulruðningnum.
Drangajökull
Kaldalónsjökull – Í mælingaskýrslunni segir að jök-
ultungan sé enn þá á jafnsléttu en þynnist verulega.
Vetrarfönn er töluverð sunnan við gömlu framskriðs-
tunguna. Aðeins dálítil bergvatnskvísl kemur nú fram
úr gamla jökulflóðsútfallinu. Mórilla kemur nú und-
an sporðinum 20–30 m sunnar mælt í suðurdyrastaf
útfallsins og hefur færst verulega til norðurs frá því í
fyrrahaust. Mælivarða nr. 3 gæti verið í hættu ef áin
færir sig enn lengra til norðurs. Hrokavöxtur var í ánni
og grjótflug á mælingadaginn.
Pistill Skjaldfannarbónda er dagsettur í annarri
viku vetrar og hljóðar svo: „Töluverðar veðurfars-
legar öfgar hafa einkennt síðasta annálsár. Veruleg-
ur snjór kom í nóvember, þá hlýnaði og raunar síðan
einbeitt haustveðrátta til sumarmála. Þá gerði hásum-
arhlýindi í viku svo að randaflugukerlingar drifu sig á
kreik. Síðan gerði harðvítugan kuldakafla og setti nið-
ur mikinn snjó til fjalla. Á annan í hvítasunnu lagðist
í sólarbreiskjur og sunnanvind meira en elstu menn
minnast og stóð sú dýrð til 20. ágúst en þá festumst
við í braut úrkomulægða, sem hafa til þessa hellt yfir
okkur hverju Nóaflóðinu á fætur öðru.
Tún þurrkbrunnu auðvitað svo að leita varð á óá-
bornar eyðijarðlendur til að bjarga heyskap. Úthagi
leið einnig fyrir þurrkana svo að dilkar komu í rýrara
lagi af fjalli en bót í máli að fita þeirra var með hóf-
legasta móti.
Landsmenn streymdu hér vestur í sólina sem
aldrei fyrr svo ferðamannaþjónusta blómstraði. Berja-
breiður slógu öll fyrri glæsileikamet og héldust
óskemmdar af frostum mun lengur en kartöflugrös í
Þykkvabænum.
Ernir og snæuglur sjást nú hér oftar en rjúpur og er
fádæma glannaskapur að heimila skotveiðar á þeim.
Fálki er nánast horfinn enda lifir hann að mestu á
rjúpu. Hagamýs réttu úr kútnum í sumar og komu nú
aftur í heyrúllur bænda tvíefldar að skaðsemi. Tófan
lætur ekki deigan síga og dýrbítur var staðinn að verki
bæði í Strandabyggð og Súðavíkurhreppi.
Byggð hér um slóðir grisjast enn. Þó er sú „bót“ í
máli að bændur þurfa ekki lengur að hrökklast slypp-
ir og snauðir á mölina því að gullklyfjaðir kaupendur
ríða nú húsum þeirra svo að brakar í hverju tré.
JÖKULL No. 59, 2009 103