Jökull - 01.01.2009, Side 111
Ferðir í Fjöll Suðursveitar
Innri Veðurárdalur og Fjöll Suðursveitar. Prestfell og Fauski varða dalsmynnið. Úr Leynidal, austan Prestfells,
fellur á í fossi til Innri Veðurárdals. Hvítt M er við Mávatorfu. Til hægri sér í Draugagil. – An areal view of
Innri Veðurárdalur, SE-Iceland. Ljósm./Photo.Hjörleifur Guttormsson, 1989.
Hitt er meira áhyggjuefni, að eftir því sem jök-
ullinn þynnist framan við dalinn þá gæti vatnið lyft
honum upp með meiri hraða en nú gerist og eftir því
sem jökullinn hopar meira niður á sandinum styttist
sú vegalengd sem vatnið þarf að renna undir jökulinn,
hraði þess kann að verða meiri og gera þarf ráð fyr-
ir því að við ákveðnar aðstæður á næstu árum gætu
þarna orðið hamfaraflóð að óþekktri stærð.
Vestast fyrir norðurhlíðum Innri Veðurárdals er
Prestfell, pýramítalagað og formfagurt fjall, 1000
metra hátt, með skriðum og gróðurteygingum móti
suðri. Með austanverðu Prestfelli gengur fallegur dal-
ur í nokkrum sveig, fyrst til norðvesturs, síðan til
norðurs og loks að síðustu til norðausturs inn með
Prestfelli, dalur þessi liggur milli hamrabeltisins vest-
an Mávatorfunnar og Prestfells. Þennan dal var lít-
ið vitað um fyrr en í könnunarferðinni haustið 1984.
Niðurstaða þeirrar ferðar var sú að ekki væri hægt að
komast í Mávatorfu úr Veðurárdal, heldur yrði að fara
yfir skriðjökulinn sem liggur sunnan í Þverártinds-
eggjum, líkt og gert var 57 árum fyrr þegar fullhugar
brutust þá leið til að kanna mávavarpið í Innri Veð-
urárdal. Það var um hásumar þegar nóttin var björt,
nú var hins vegar að skella á svartasta skammdegið,
birtutíminn stuttur og allra veðra von. Útilokað var að
fara vestri leiðina í Prestfell eftir að ljóst var að þessi
nýfundni dalur skar leiðina svo gjörsamlega að hann
einn var margra klukkustunda farartálmi.
Þegar hér var komið sögu var ljóst að ekki tækist
að ná til kindanna fyrir veturinn, fólkið vonaði innst
inn að þær kæmu sjálfar nær byggð þannig að mætti
bjarga þeim, en allt kom fyrir ekki. Skömmu fyrir jól
JÖKULL No. 59, 2009 111