Jökull


Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 112

Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 112
Fjölnir Torfason flaug flugvél yfir dalinn og sást úr henni að féð hélt sig enn í Mávatorfu og hafði ennþá næga beit. Þegar komið var fram í janúar fór fólk á Breiðabólsstaðar- bæjum að huga að því hvort hægt væri að fá þyrlu frá Varnarliðinu í Keflavík til þess að fljúga meðmenn og hunda í Mávatorfu og freista þess að ná fénu þannig. Eftir miklar umræður varð niðurstaðan sú að þar sem enginn núlifandi maður þekkti til í Mávatorfunni þá var samkvæmt loftmyndum ekki ljóst hvort þyrla gæti lent í Torfunni eða næsta nágrenni, því var hætt að hugsa um þá leið til björgunar. Það var þungbært fyrir fólkið á bæjunum að vita af fénu lengst inn í fjöllum og hafa engin ráð á að bjarga því. Það er skylda bóndans að bjarga hverri kind af fjalli hvað sem það kostar, þó það taki jafnvel marga menn heilu dagana að bjarga einni kind úr svelti þá töldu menn það ekki eftir sér. Hjá góðum bónda er hver kind nánast eins og hluti af honum sjálfum. Hver kind var skírðmeð nafni og hafði sinn svip, hver kind hafði persónuleg einkenni, kom til dæmis alltaf fyrst inn þegar fénu hafði verið hleypt í vatn, önnur horfði aldrei í augu á nokkrum manni heldur væflaðist hálf- gert utan við hópinnmeðan enn önnur þurfti nauðsyn- lega að fá athygli með því að nudda sér við hönd eða fót bóndans þegar færi gafst á. Undirbúningur Nú leið veturinn 1985, veður var lengst af tíðindalítið og fremur hagstætt. Fólkið á Breiðabólsstaðarbæjun- um talaði oft um fjárhópinn í Innri Veðurárdal og þeg- ar komið var fram í apríl voru menn ekki vonlausir um að féð hefði bjargað sér á snöpum yfir veturinn. Fyrri hluta dags hinn 25. apríl þá um vorið gerði mikinn snjóbyl hér um slóðir, svo blindur var bylur- inn að ekki tókst að ná börnunum heim úr skólanum í Hrollaugsstöðum þennan dag og var það í fyrsta og eina skipti sem börnin þurftu að gista í skólanum frá því daglegur akstur hófst haustið 1973. Haustið 1985 voru fjöll smöluð sem venja var, farið var í innstu leit- ir í Veðurárdal, meðal annars til að kanna hvort féð væri enn í Mávatorfunni eða annars staðar í Innri Veð- urárdal. Hvar sem leitað var sást ekki til fjárhópsins og í sjónaukum sáust engin merki um afdrif fjárins. Því var það ákveðið eftir fyrstu göngur í byrjun sept- ember að gera út sérstakan leiðangur til að kanna af- drif kindanna og ekki síður til að kanna fjöllin nán- ar, sem full þörf virtist á samanber dalinn stóra sem í fyrsta sinn hafði sést haustið áður. Um veturinn höfðu verið fengnar loftmyndir frá Landmælingunum, þær grandskoðaðar, m. a. settar undir víðsjá sem stækk- aði þær mörg þúsund sinnum. Hér kann einhver að spyrja, væru menn ekki læsir á landakort, því þurfti að kaupa dýrar loftmyndir til að skoða einhverja færa leið í afdal í Suðursveit? Svarið er einfalt, landakort þess tíma sýndu skástrikuð svæði á mestum hluta leið- arinnar, skástrikað þýddi ókannað land. Þau örnefni semmerkt voru á landakortið reyndust svo illa staðsett að munaði í sumum tilfellum mörgum kílómetrum. Í víðsjánni mátti greina bestu leiðir til að fara, bæði á jökli og ekki síður í fjöllunum. Ákveðið var fyrirfram í smáatriðum hvaða leið skyldi valin, hjá hvaða sprungusvæði þyrfti að sneiða þegar farið var inn Breiðamerkurjökul, hvaða leið væri farin úr Prest- felli og yfir dalinn stóra og áfram yfir í Mávatorfu og síðast en ekki síst hvaða leið væri best úr Innri Veður- árdal upp í Hvítingsdalseggjar ef okkur litist ekki á að fara fram Bríkurjökul vegna glæru og hálku sem við- búið væri á hájöklum svo síðla sumars. Síðar kom í ljós að tímanum sem varið var í að liggja yfir víðsjánni og loftmyndunum var ekki illa varið, ef til vill skipti hann sköpum um að ferðin endaði ekki með ósköpum eins og stundum vill verða ef menn fara til fjalla illa undirbúnir og vankunnugir. Sagan á bak við Fjöllin Það var mikil spenna í mönnum þegar ákveðið var að fara í þennan leiðangur í Fjöllin bak við byggðina í Suðursveit. Þessi Fjöll eru falin í jöklum og ófærum fjöllum, leynd var yfir tilvist þeirra oft áratugum eða árhundruðum saman og fólki í Suðursveit stóð ógn af þessum fjöllum eftir voðaverk sem þarna var unnið fyrir nær 200 árum. Þegar sá er þetta ritar var barn og unglingur á Hala þá var ekki talað einu orði um þessi Fjöll. Þegar spurt var varð fólk afundið eða skrýt- ið á svipinn, jafnvel brá fyrir hræðsluglampa í aug- um, ef til vill ekki nema von, nokkrir menn úr Suður- sveit höfðu verið dæmdir fyrir sauðaþjófnað úr þess- um fjöllum og aðrir höfðu drepið þar mann og enn aðrir höfðu orðið þar fyrir sérstakri lífsreynslu sem tæpast gat talist þessa heims. Sagan segir að einhvern tíma á sýslumannsárum Ísleifs Einarssonar á Felli (1684–1720) hafi nokkr- 112 JÖKULL No. 59, 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.