Jökull


Jökull - 01.01.2009, Page 116

Jökull - 01.01.2009, Page 116
Fjölnir Torfason Takmark þessara manna sem nú fóru til landkönn- unar var að komast í grastorfuna stóru sem sendimenn séra Þorsteins höfðu lýst í sinni ferð. Menn höfðu grun um að í grastorfu þessari væri ef til vill að finna fuglavarp. Lengi höfðu menn veitt athygli mávateg- und sem ég kann því miður ekki deili á, flugu fugl- ar þessir yfir fjöllin að því er virtist í stefnu á þessa grastorfu. Fjórmenningarnir bröltu niður af jöklinum, niður brattar hlíðar dalsins og viti menn, grastorfan stóra var þakin í máv hvert sem auga var litið. Tíndu menn- irnir nokkuð af eggjum og suðu í potti sem þeir tóku með sér að heiman. Á meðan sauð í eggjunum voru sungin ættjarðarlög og síðan tekið hraustlega til matar síns. Eftir að hafa borðað sig belgfulla af mávseggjun- um færðist værð yfir mannskapinn og lögðust þeir til svefns í torfunni innan um mávagerið. Eftir litla stund vakna þeir við það að hundur eins þeirra sem í ferðinni var, stóð á barmi mikils gils sem austurendi torfunnar lá að og gelti og gelti án afláts og horfði niður í gil- ið stingandi augum. Þarna leið nokkur tími og ekki hætti hundskvikindið að gelta, hvað sem reynt var. Á endanum ákváðu fjórmenningarnir að ekki væri leng- ur vært í torfunni góðu og ákváðu að halda þegar í stað heim á leið. Gilið sem hundurinn gelti ofan í skírðu þeir Draugagil, þar sem þeir voru nokkuð vissir um að hundurinn hefði séð draug ofan í gilinu. Þegar Steinþór Þórðarson á Hala, afiminn sagði mér söguna spurði ég hann hvort það gæti verið að útilegumaður- inn hefði gengið aftur og væri enn á sömu slóðum og hann átti að hafa verið drepinn 135 árum fyrr. Þá sagði hann: „Það er nú frekar ólíklegt en þó getur maður ekki verið viss um að svo sé ekki.“ Fundinn Svöludalur 1932 Enn var farið til jökla úr Suðursveit á Jónsmessu 24. júní árið 1932. Þá lögðu tveir menn upp frá Reyni- völlum, og fóru þeir sömu leið og farin var 1928. Hér var aftur á ferð Þorsteinn Guðmundsson bóndi á Reynivöllum, en með honum í för var Baldur Johnsen frá Vestmannaeyjum, þá 22 ára læknanemi, stjúpson- ur Jarþrúðar Pétursdóttur prestsdóttur frá Kálfafells- stað. Hafði hann sumardvöl hjá séra Jóni Péturssyni bróður Jarþrúðar, sem þá var tekinn við föðurarfleifð sinni sem þjónandi prestur á staðnum. Fóru þeir í Mávatorfu en eftir skamma viðdvöl þar héldu þeir áfram för, ferðinni var heitið þvert yfir Vatnajökul til Norðurlands. Hafa þeir sennilega ætlað að leika eftir för þremenninganna Helga Guðmundssonar frá Hof- felli, Sigurbergs Árnasonar frá Svínafelli og Unnars Benediktssonar frá Einholti sem fóru norður í land yf- ir Vatnajökul frá Hoffelli, fram og til baka sumarið 1926. Þeir Þorsteinn og Baldur fóru síðan aftur uppBrík- urjökul og töldu sig nú vera komna á beinu brautina til fyrirheitna landsins. Eftir nokkra göngu á slétt- um jöklinum koma þeir skyndilega fram á flugbratta fjallshlíð. Fyrir fótum þeirra var þá gríðarstór dal- ur opin mót vestri, að norðan var lágt fjall (Eyjólfs- fjall), að austan gnæfðu Þverártindseggjar og að sunn- an var hásléttan sem Bríkurjökull þakti að mestu og sameinaðist heiðarlandi sem gekk norður úr Prestfelli. Hrepptu þeir vont veður á þessum slóðum og þurftu að hafast við í tjaldi sínu og bíða veðrið af sér. En á dauða sínu áttu mennirnir von, frekar en að rekast á þennan risastóra dal. sem við frekari athugun reyndist ófær til niðurgöngu úr þeirri átt sem þeir komu. Sagan segir að á meðan mennirnir stóðu á brúninni og réðu ráðum sínum kom svala fljúgandi að þeim úr norðri, skírðu þeir þennan stóra dal eftir þessum litla fugli og nefndu Svöludal. Skemmst er frá því að segja að þeir hættu við för sína að svo búnu og sneru aftur heim. Mikið hefði séra Þorsteinn Einarsson á Kálfafells- stað verið glaður hefði hann vitað af þessum dal, því að Eyjólfsfjall virðist að hluta vera framhald af fjall- garðinum sem markar austurhlíðar Kálfafellsdals. Nú er að byrja að koma mynd á þessi miklu fjöll sem liggja bak við byggðina í Suðursveit. Þessi dalur sem þarna fannst 1932 og heitir nú Svöludalur er án efa sami dalurinn og sendimenn séra Vigfúsar fundu í leiðangrinum 1793; þá komu þeir að honum frá norðri, en leiðangursmennirnir 1932 komu frá suðri. Svöludalur er fylltur jökli í botninn nú á tímum en líklegt er að 1793 hafi hann verið jökullaus að nokkru, þar sem Brókarjökull var á þeim tíma minni en hann er nú og miklu minni en hann varð í hámarki um 1830–1840. Það er því ekki að undra þó sendimenn Galdra Fúsa hafi þurft að tjá sig með tilþrifum þegar þeir komu til byggða eftir ferðina 1793. Þessi dalur, Svöludalur er svo vel falinn milli fjallanna, svo feikn- ar stór og tilkomumikill, á þeim tíma án efa nokk- 116 JÖKULL No. 59, 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.