Jökull


Jökull - 01.01.2009, Síða 118

Jökull - 01.01.2009, Síða 118
Fjölnir Torfason Komnir í Prestfell Það var sérkennileg tilfinning að stíga á land í Prest- felli, bæði að hafa farið svo langan jökulveg á svo skömmum tíma og hitt ekki síður að ekki var vitað til þess að hér hefði maður komið um langt árabil, jafn- vel ekki í mörg hundruð ár. Við töldum okkur hafa svo góðan tíma að við ákváðum að skoða okkur dá- lítið um í Prestfelli, gengum dálítið upp fjallið og inn eftir hlíðum þess, upp á myndarleganhnaus sem þar er og horfðum þaðan inn með hlíðum fjallsins, inn eftir Breiðamerkurjökli. Við reyndum að meta fjarlægðina til Esjufjalla og færið á jöklinum þangað yfir og var þaðmat okkar að jökulvegur milli Esjufjalla og Prest- fells myndi ófær vegna mikils skriðs í Breiðamerk- urjökli á milli Esjufjallarandar og svæðis um tveimur kílómetrum frá Prestfelli. Hnausinn sem við stóðum á skírðum við Maddömuhnaus, þótti það vel til fallið í miðju hlíðum Prestfells. Við tókum síðan stefnu af Maddömuhnaus, aust- ur hlíðar Prestfells sem eru að mestu ógrónar svo hátt uppi. Þó fundum við á einum stað dálitla uppsprettu í skriðunni og umhverfis hana var að finna ótrúlega margar tegundir blóma og grasa. Skriðurnar framan í Prestfelli eru ólíkar skriðum í framfjöllum. Hér eru skriðurnar gerðar af fremur smáum þunnum hellum, 3–8 cm í þvermál og 1–2 sentimetrar á þykkt. Hell- ur þessar hafa í aldanna rás raðað sér eftir veðri og vindi þannig að þær mynduðu flöt þar sem hver hella lá að því er virtist að hálfu ofan á hellunni sem neðar var og þannig koll af kolli, líkt og gömlu helluþökin voru hér í sveitinni fyrr meir. Þannig virtist náttúr- an hafa raðað hellunum, að í miklum stormi eða regni myndaðist hvergi brún eða bil þar sem vindurinn gæti náð undir hellurnar eða regniðmyndað farveg á einum stað frekar en öðrum. Á hellunum mátti sjá skófir og annan smágróður og töldum við að þær hefðu legið í svipaðri eða sömu stöðu lengi. Hér verð ég að segja frá undarlegu fyrirbrigði sem ég varð vitni að á þessum slóðum ári síðar. Þá kom ég inn á Beygju í fyrstu smölun og skimaði til Innri Veðurárdals og Prestfells og rifjaði upp í huganum ferðina frá árinu áður. Ég hafði skamma stund stað- ið og yljað mér við minningarnar þegar ég tók eft- ir því að Prestfellið var eitthvað öðruvísi en það var vant að vera, það virtust vera einhver skil í skriðunum í efri hluta fjallsins. Ég tók upp sjónauka og kann- aði nánar hvað þarna hefði komið fyrir. Það sem fyr- ir augum blasti var skelfilegt, það virtist sem jarðýtu hefði verið ekið eftir hlíðum Prestfells og þá helst með það fyrir augum að gera þar akfæran veg. Úr margra kílómetra fjarlægð mátti sjá slóð sem við nánari at- hugun var í upphafi eftir fjóra menn og einn hund, en með því að ganga eftir skriðunni höfðum við raskað árhundraða náttúrulegri uppröðun hellusteinanna sem þöktu skriðuna. Röskunin varð til þess að ný upp- röðun þurfti að verða og tók þessi nýja uppröðun yfir margra metra breitt svæði og var mjög áberandi. Leynidalur Við ferðalangarnir höldum nú áfram austur eftir hlíð- um Prestfells og komum eftir nokkra göngu á brúnir dalsins sem uppgötvaðist haustið áður. Dalur þessi klippir Prestfell algjörlega úr samhengi við aðra hluta Innri Veðurárdals. Við vorum sammála um að skýra hann Leynidal. Dalurinn er U-laga, 3ja-4ja kíló- metra langur, gróinn að nokkru hið neðra en efra eru berar skriður og klettabelti. Eftir dalbotninum rann bergvatnsá, og sjá mátti fagurlitaðar áreyrar þar sem blágrýti var mest áberandi steintegundin. Áin féll síðan í myndarlegum fossi ofan í Veðurárdalslónið. Greiðfært var niður í dalinn þar sem við komum að honumog vorum við aðeins nokkrarmínútur að lækka okkur úr um 900 metra hæð niður í 500 metra hæð, en það áætluðum við að væri hæð dalbotnsins miðað við sjávarmál. Þegar niður í dalbotninn kom urðum við fyrir nokkrum vonbrigðum með gróðurinn, mið- að við það sem okkur hafði sýnst að ofan. Niður við ána var allur gróður dauðkalinn, leit út fyrir að vera að koma undan snjó í fyrsta sinn í mörg ár, ekki ólíkt og við höfðum séð í Veðurárdal í fyrstu göngum þetta haust. Þar höfðu bráðnað fannir í fyrsta sinn frá haust- inu 1967 og grastorfur sem komu undan snjónum sem legið hafði samfellt í 18 ár voru nánast moldarflag. Þegar við komum í hlíðina hinu megin í dalnum, sem sneri til suðurs þá gegndi dálítið öðru máli. Gróð- ur var þarna fremur gisinn en mun gróskumeiri en við höfðum séð til fjalla áður. Gulvíðirunnar stóðu þarna 20. september alsettir reklum líkt og var í byggð um miðjan júní. Blómjurtir voru mun hávaxnari hér og gróskumeiri en við höfðum séð áður við bestu aðstæð- ur. Við héldum þegar upp bratta hlíðina og stefndum 118 JÖKULL No. 59, 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.