Jökull - 01.01.2009, Page 120
Fjölnir Torfason
Innri Veðurárdalur. Horft til Leynidals. Mávatorfa er neðst til hægri á myndinni. – A close up of Innri Veðurár-
dalur. Ljósm./Photo.Hjörleifur Guttormsson, 1989.
ur vel fyrir í háu grasinu og borðuðum nestið okkar.
Þegar við höfðum lokið snæðingi þá dró Sigurberg-
ur upp úr vasa sínum skeifu og var eitthvað að velta
henni fyrir sér. Okkur datt þá í hug að gaman væri
að skilja skeifuna eftir á góðum stað til minningar
um ferð okkar. Fundum við þar skammt frá nokkuð
stóran og áberandi stein með sléttan flöt að ofan, sett-
um við skeifuna þarna á steininn og hugsuðum okkur
gott til glóðarinnar að finna hana aftur næst þegar við
yrðum á ferðinni. (Síðan eru liðin 24 ár og enginn
okkar hefur komið þarna aftur). Nú var loft orðið al-
skýjað og nokkuð farið að kólna, klukkan var farin
að ganga fjögur síðdegis og þrátt fyrir að Veðurstof-
an hefði spáð bjartviðri og hægviðri þennan dag, þá
höfðum við þegar um morguninn séð éljaský austan í
Öræfajökli. Slík skýmerkja æfinlega úrkomu í vestan-
verðri Suðursveit síðari hluta dags, einkum ef norðan-
áttin er hæg eins og þarna var. Við höfðum ákveðið að
fara áfram niður úr Mávatorfu, töldum okkur hafa séð
það í víðsjánni um veturinn að sú leið væri fær. Við
ætluðum að halda áfram til austurs í áttina að Hvít-
ingsdalseggjum og freista þess að komast þar upp úr
gilskoru sem við töldum sæmilega færa. Eins og áð-
ur hefur verið lýst markast öll austurbrún Mávatorfu
af þverhníptu hamrastáli, nokkurra tuga metra háu og
engum fært nema fuglinum fljúgandi. Hamrastálið
er vesturhlíð á djúpu gili sem fékk nafnið Draugagil
í ferðinni 1928 eftir að hundurinn gelti þarna ofan í
lengi nætur, nánast eins og hann væri geðbilaður.
Við fórum að fikra okkur niður eftir neðri huta
torfunnar, gróðurinn var greinilega að breiðast hér
út, gulvíðirinn svignaði undan bústnum reklum og
120 JÖKULL No. 59, 2009