Jökull


Jökull - 01.01.2009, Page 123

Jökull - 01.01.2009, Page 123
Ferðir í Fjöll Suðursveitar bólsstað, annar svartur hinn hvítur. Af hornahlaupum hrútanna sem þarna voru orðnir veturgamlir mátti sjá slíkan vöxt að annað eins var ekki að finna heima í fjárhúsum bænda þessi árin. Jafn og samfelldur vöxt- ur virtist hafa verið í fénu. Því drógum við þá ályktun að atlæti þeirra hefði verið gott um veturinn, aðeins hríðin ein skildi hér milli lífs og dauða. En nú var langt liðið á dag, alskýjað var orðið og þokutoddar farnir að þeytast meðfram Prestfellinu, nú var ekki lengur til setunnar boðið. Áfram varð að halda þó flestir væru svolítið farnir að lýjast og einhverjir farnir að finna til eymsla og sárinda á fót- um. Hundurinn var farinn að hlífa fótunum til skiptis, þoldi illa skriðugrjótið eftir allar smalamennskurnar þetta haust. Við vissum að leiðin lá upp allar Sveina- tungur til þess að komast upp fyrir hamraflugið sem lokaði leið okkar til austurs. Þegar við vorum komnir ofarlega í Tungurnar fór að slíta úr eitt og eitt snjó- korn og dimmdi hratt í lofti. Þegar við töldum okkur vera komna upp fyrir flugið stefndumvið til austurs og sáum brátt niður á skriðjökulinn sem teygði sig niður að jökullóninu austan við okkur. Nokkuð vantaði á að jökullinn næði út í vatnið og sáum við greiða leið framundan, hlupum niður skriðuna í átt að jöklinum og vorum ákveðnir í að finna rétta leið upp í Hvítings- dalseggjar áður en þyngdi meira að. Bylur í Hvítingsdalseggjum Við fórum yfir jökulsporðinn rétt neðst þar sem bratti hans var ekki mikill. Þegar við vorum að komast af jöklinum byrjaði að sjóa allþétt og þokumistur lagðist yfir allt. Við sáumminna en 10 metra frá okkur og eft- ir því sem snjórinn náði að festa varð skyggnið sífellt minna og minna. Við fikruðum okkur ofar í skriðurn- ar þegar við komum af jöklinum og ákváðum að finna klettabeltið sem átti að vera þarna einhverns staðar. Allar fjarlægðir verða afstæðar í skyggni sem þessu og afar erfitt aðmeta vegalegndir þegar paufast er upp snarbratta og lausa skriðu í skyggni sem nú var að verða nánast ekki neitt. Við fundum klettabeltið eftir nokkurn tíma og ákveðið var að halda fyrirfram áætl- aðri leið samkvæmt víðsjánni og loftmyndunum. Við áttum að fara upp þriðja gil frá skriðjöklinum. Mynd- irnar höfðu sýnt að upp úr því eina gili væri fært úr Innri Veðurárdal upp í Hvítingsdalseggjar, en þangað þurftum við að fara til að komast fram í Veðurárdal. Leiðin upp skriðjökulinn og fram í Miðfell í Hólma- fjalli eða austur úr Reynivallafjalli var óðs manns æði að reyna við aðstæður sem þessar, mokandi snjókoma og hálka á jöklinum, sprungur við jökuljaðarinn og ill- mögulegt að greina hvað var jökull eða fast land. Við fikruðum okkur meðfram klettabeltinu og töldum gil- in sem við fórum framhjá, þegar við komum að þriðja gili fórum við þar áleiðis upp klettana, vitandi að við þurftum að hækka okkur um meira en fjögur hundruð metra til að komast upp í Hvítingsdalseggjarnar. Reynt var að telja klettabeltin sem gnæfðu á báða vegu, stundum þurfti að klifra upp stöku klett sem lok- aði leiðinni. Engir stórir farartálmar urðu þó á leið okkar upp snarbratt gilið og þegar við töldum okkur vera komna í þá hæð sem fært yrði í átt að framfjöll- unum tókum við stefnuna í átt heim á leið. Aðeins nokkrum mínútum eftir að við vorum lagðir af stað fram í fjöllin fór að rofa til og skömmu síðar var að mestu orðið bjart yfir. Við vorum ná- kvæmlega á þeirri leið sem fyrir fram hafði verið ákveðin; ekki hafði skeikað einu klettabelti í hækkun ummeira en fjögur hundruðmetra, þökk sé loftmynd- unum og víðsjánni. Fram undan voru sléttir stall- ar hvilftarjöklar fyrri tíma, nokkur snjór var komin í fjöllin, en olli okkur litlum vandræðum. Þegar við komum fram á eggina ofan við Miðfell í Veðurárdal voru síðustu geislar sólarinnar að hverfa. Við sett- umst þarna niður framan í egginni og nutum þess að tylla okkur smástund, borðuðumvel af nestinu og ein- hverjir höfðu sokkaskipti. Þó komið væri fram í Miðfellsegg var löng leið fyrir höndum þar til komið væri að bílnum. Við hlup- um við fót niður brattar og lausar skriður niður í Mið- fellið sjálft. Þaðan héldum við fram á Hellrafjall og stefndum á Hellrafjallsnöf. Markmið okkar var að komast í björtu niður Einstigið við Hellrafjallsnöf. Þessi leið var sú eina færa út á Breiðamerkurjökul á þessum slóðum. Fyrir þann sem þekkir til í þessum fjöllum er engin fær leið í átt að byggð nema þetta Einstigi, allir aðrir kostir eru slæmir og nær útilokaðir í náttmyrkri. Einn kostur þeirra sem þekkja aðstæður er að fara aftur upp í nærri þúsund metra hæð, yfir eggina í Fellstúnabotni og finna stóra gilið austanvert í botninum, fara nokk- uð niður með því að austanverðu og klifra að síðustu JÖKULL No. 59, 2009 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.