Jökull - 01.01.2009, Page 125
Society report
Marteinn Sverrisson
15. mars 1947 – 21. október 2008
Marteinn Sverrisson fæddist í Reykjavík hinn 15.
mars 1947. Strax á skólaárum hafði hann mikinn
áhuga á raftækni og fjarskiptum, og eftir stúdents-
próf nam hann rafmagnsverkfræði til fyrrihlutaprófs
viðHáskóla Íslands, en lauk síðan Civ. Ing. prófi í raf-
eindaverkfræði í Lundi 1973.
Við heimkomu Marteins til Íslands réði Þorbjörn
Sigurgeirsson prófessor og forstöðumaður Eðlisfræði-
stofu Raunvísindastofnunar Háskólans hann til starfa,
einkum við að hanna og smíða tæki til að taka við og
vinna úr merkjum frá staðsetningar-gervitunglum. Sú
tækni var þá enn ung að árum, en Þorbjörn sá ýmsa
möguleika á að nýta hana við þær rannsóknir í jarð-
eðlisfræði sem stofan stóð að. Marteinn lauk þessu
verkefni með sóma 1975, og endurbætti hann tækið
síðar í takt við framfarir á því sviði.
Marteinn vann að frumsmíði tækja til mælinga á
þykkt jökla með rafsegulbylgjum, svokallaðri íssjá, á
árunum 1975–1980 og var virkur þátttakandi í mæli-
ferðum á jökla. Fram til þess hafði ekki tekist að beita
slíkri tækni viðmælingar á þíðjöklum. Einnig smíðaði
Marteinn tæki til samfelldrar staðsetningar mælitækja
með lórantækni og gervitunglum (GPS), þegar ekið
var á jökli, og jók það mjög afköst við íssjármæling-
ar því að unnt var að vinna að þeim nær hvernig sem
viðraði. Fram að því varð að setja upp mælinet með
seinlegum landmælingum og treysta bæði á skyggni
við uppsetningu þess og til þess að rata að því loknu
milli mælistikanna. Með tilkomu tækja til þess að
kanna landslag undir jöklum og ísforða sem í þeim er
bundinn efldust mjög allar jöklarannsóknir hér á landi.
JÖKULL No. 59, 2009 125