Jökull - 01.01.2009, Page 126
Marteinn Sverrisson vann að mörgum öðrum
krefjandi verkefnum á Raunvísindastofnun. Hann
var lykilmaður í stýringu á tilrauna-uppstillingum
við Eðlisfræðistofu með tölvum og gagnasöfnum, og
smíðaði margháttaðan tækjabúnaðm. a. til rannsókna
stofunnar í ljósfræði og á eiginleikum hálfleiðandi
efna við breytileg hitastig. Jafnframt setti hann sam-
an skráningartæki fyrir staðsetningar- og mæligögn
í segulsviðsmælingum Jarðeðlisfræðistofu stofnunar-
innar úr flugvél yfir hlutum af landinu og landgrunn-
inu, sem gerðar voru 1985–1986, og nýttust þau síðar
lengi í öðrummælingum. Enn eitt verkefnið var smíði
afar nákvæmrar klukku til nota á Veðurstofu Íslands
við tímasetningar jarðskjálfta. Háloftadeild Jarðeðl-
isfræðistofu Raunvísindastofnunar átti einnig hauk í
horni í Marteini, sem veitti oftsinnis aðstoð við tölvu-
mál og lagfæringar á rafeindabúnaði í segulmælinga-
stöð deildarinnar.
Marteinn var árum saman stundakennari í tölvu-
tækni og í verklegum námskeiðum í eðlisfræði og raf-
eindatækni við Verkfræði- og raunvísindadeildir Há-
skóla Íslands, auk þess að leiðbeina stúdentum sem
ráðnir voru til sumarstarfa við tölvuvæðingu einstakra
rannsóknaverkefna á Eðlisfræðistofu. Hann var ein-
staklega góður samstarfsmaður, traustur og hjálplegur
við alla sem til hans leituðu, félagslyndur og mikill
húmoristi.
Eftir að Marteinn veiktist af illvígum sjúkdómi
fyrir allnokkrum árum, varð meginstarf hans umsjón
með innanhúss-tölvukerfi Raunvísindastofnunar sem
hann efldi á ýmsa lund m. a. með innleiðingu frjáls
hugbúnaðar. En þar kom að sjúkdómurinn náði yf-
irhöndinni, og hann lést á Landspítalanum hinn 21.
október 2008. Með honum er genginn einn af braut-
ryðjendum í hagnýtingu nútíma rafeinda- og tölvu-
tækni við íslenskar rannsóknir í raunvísindum.
Helgi Björnsson og Leó Kristjánsson.
126 JÖKULL No. 59, 2009