Jökull - 01.01.2009, Page 127
Society report
Vöttur: Sker í Skeiðarárjökli
Magnús Tumi Guðmundsson
Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@hi.is
Eins og aðrir jöklar hefur Skeiðarárjökull hopað og
þynnst á síðustu árum. Sporðamælingar sem birtar
eru árlega í Jökli sýna þetta hop glögglega. Fram-
hlaup varð í Skeiðarárjökli 1991 og gekk vesturhlut-
inn þá fram um hálfan kílómetra (Oddur Sigurðs-
son, 1998). Verulegt hop hefur orðið á síðustu 15
árum jafnframt því sem ísinn hefur þynnst á leys-
ingasvæðinu. Áhrif þynningarinnar koma m. a. fram
í minnkun Grænalóns en meðalvatnsborð þess hef-
ur lækkað um tugi metra frá 2001. Ekki er ætlunin
að fjalla með skipulegum hætti um rýrnun Skeiðarár-
jökuls eða minnkun Grænalóns í þessum greinarstúf,
heldur segja stuttlega frá jökulskeri sem komið hef-
ur upp í miðjum Skeiðarárjökli á síðustu árum (1. og
2. mynd). Fjallað er ýtarlega um framhlaup jökla á
Íslandi í grein eftir Helga Björnsson og fleiri (2003)
og um breytingar á Grænalóni á 20. öld í grein eftir
Matthew Roberts og fleiri (2005).
Skerið sem hér um ræðir var fyrst kannað í vorferð
Jöklarannsóknafélagsins í júní 2006. Farið var á vél-
sleðum frá skálunum á Eystri Svíahnjúk en þaðan er
18 km leið til suð-suðausturs að skerinu. Jökulsker-
ið reyndist um 1,5 km á lengd frá austri til vesturs en
ekki nema nokkur hundruð metrar á breidd (norður-
suður). Skerið liggur skammt neðan snælínu jökuls-
ins eins og hún hefur verið undanfarin ár. Að norðan
leggst jökullinn fram á skerið, sem skiptist í nokkra
lága klettahöfða. Að sunnan enda þeir í 20–40 m há-
um klettum og undir þeim 50–100 m há jökulbrekka.
Neðan hennar rís miðröndin og er hægt að fylgja
henni langa leið niður eftir Skeiðarárjökli. Hæsti koll-
ur í skerinu rís í um 1050 m yfir sjó. Jökullinn um-
hverfis skerið er nokkur hundruð metra þykkur svo
þarna er kominn upp brúnin á töluverðu fjalli.
1. mynd. Skeiðarárjökull og skerið sem komið hefur
upp á undanförnum árum. – Map of Skeiðarárjökull
and the new nunatak.
JÖKULL No. 59, 2009 127