Jökull - 01.01.2015, Page 101
Breytingar við Hoffellsjökul 2015
6. mynd. Landbreytingar sjást með samanburði mynda frá a) 17. október, ekkert rask sést í farvegum og b)
14. nóvember þegar talsvert hefur grafist úr farvegunum. Örvarnar benda á sama staðinn – Land erosion is
observed by comparison of images from a) October 17th, 2015, with no hints of excavation and b) November
4th, with excavated channels. The arrows point to same spot. Ljósm./ Photos. Anna Lilja Ragnarsdóttir.
7. mynd. Landsat 8 gervitunglamyndir sýna breytingar við Gjávatn. a) Útlínur vatnanna og jökulsins í septem-
ber 2015 (gular línur) og rauð brotalína sýnir jökuljaðarinn árið 2010. b) Þó að skuggi sé að hluta yfir lónstæði
Gjávatns sést að vatnið er horfið. Rauð ör bendir á hvar skuggi fellur í farveginn þar sem hann hefur dýpkað.
–Landsat 8 satellite images showing Gjávatn on September 25th, 2015 and the empty basin on November 14th.
a) Yellow lines mark the ice margin in Sept. and the two lagoons. Red dotted line indicates the 2010 margin of
the outlet. b) Dotted yellow outlines show the former shore of the emptied Gjávatn lagoon, despite being partly
in shadow. Red arrows mark a shadow in the excavated river channels.
að þar hefur tímabundið verið yfirfall. Sveinn Rún-
ar var síðan á ferð á Efstafellsnesi 19. desember
og sá ummerki um umbrot í árfarveginum frá Gjá-
vatni, meðfram jöklinum sunnan vatnsins (Sveinn
R. Ragnarsson, munnl. heimild, 15. jan. 2016).
Miklar breytingar hafa orðið við sporð Hoffells-
jökuls á undanförnum árum. Hann hefur brotnað hratt
upp. Á Landsat 8 gervitunglamyndum sem voru tekn-
ar 25. september og 12. nóvember 2015 sést að stórar
jökulborgir hafa brotnað af sporðinum (8. mynd).
JÖKULL No. 65, 2015 101