Jökull - 01.01.2015, Blaðsíða 113
Jöklarannsóknafélag Íslands
FUNDIR
Að venju hélt félagið þrjá almenna fundi í sal 132
í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Á aðal-
fundi 25. febrúar talaði Hálfdán Ágústsson um veður
á fjöllum. Fundinn sóttu um 45 manns. Á vorfundi
sem haldin var 6. maí fjallaði Helgi Björnsson um
leit að flugvélum úr seinni heimstyrjöld í Grænlands-
jökli. Og eftir hlé sýndi Sverrir Hilmarsson myndir
frá Suðurskautslandinu, en þar hefur hann verið tíð-
ur gestur undanfarin ár. Rúmlega 50 manns mættu.
Á haustfundi fjallaði Kristín Jónsdóttir um umbrotin
í Bárðarbungu og Guðrún Larsen fjallaði um gossögu
Bárðarbungukerfisins og háttarlag eldgosa þar. Fund-
urinn var vel sóttur.
ÚTGÁFA JÖKULS
Sextugasta og þriðja hefti Jökuls kom út í byrjun árs-
ins. Í ritinu eru sjö ritrýndar vísindagreinar auk tæp-
lega 40 blaðsíðna af ýmsu félagsefni, m.a. skýrsl-
um um jöklabreytingar, gufusprengingar og hlaup
úr Kverkfjöllum í ágústmánuði og frásögn Halldórs
Ólafssonar af skíðagöngu yfir Vatnajökul fyrir tæpum
30 árum. Styrkja þarf fjárhag Jökuls en styrkir opin-
berra aðila hafa nánast horfið í efnahagsþrengingum
síðustu ára. Stjórnin vinnur að því að skoða valkosti í
framtíðarútgáfu Jökuls, t.d. kosti þess að vísindaefnið
verði alfarið opið veftímarit o.fl. Skoðað hefur verið
að tengjast einhverju hinna stóru alþjóðlegu útgáfu-
fyrirtækja á sviði vísinda, en kostnaður við það virðist
mjög hár og erfiður að kljúfa. Ritstjórnin vinnur sem
fyrr ákaflega gott starf, og ljúft og skylt er að geta þess
hér að umbrotsvinna Bryndísar, aðalritstjóra, sparar
félaginu verulegan kostnað á hverju ári.
FRÉTTABRÉF OG VEFSÍÐA
Fréttabréfið var sem fyrr í umsjá Hálfdáns. Hann sá
einnig um vefsíðuna ásamt Jóhönnu Katrínu Þórhalls-
dóttur.
SKEMMTIFERÐIR
Ekki ætlar það að ganga þrautalaust fyrir Jöklarann-
sóknafélagið að komast yfir jökulinn á Okinu. Sum-
arferðin á Okið, sem áætluð var fyrstu helgi júlí-
mánaðar, varð minni en til stóð vegna mjög slæmr-
ar veðurspár, og er það annað árið í röð sem þetta
gerist. Jafnframt voru veðurútlit fyrir Vesturland það
slæmt að ákveðið var að fara í Bása í Þórsmörk og
gera það besta úr risjóttri veðurspá. Sjö manns mættu
og heppnaðist allt vel þó fámennt væri.
GJÖRFÍ
Gönguhópurinn GJÖRFÍ starfaði af fullum krafti.
Farnar voru allmargar styttri gönguferðir í nágrenni
Reykjavíkur samkvæmt dagskrá sem birst hefur í
fréttabréfinu.
SKÁLAMÁL
Í Jökulheimum hélt skálanefndin áfram endurbótum.
Eldhúshliðin á gamla skálanum var klædd upp á nýtt
auk þess sem að nýrri skálinn var málaður, en vætu-
tíð hindraði málun þess gamla. Gamla rafstöðin af
Grímsfjalli sett niður í vélaskemmunni og hún tengd
við húsin. Jafnframt var farið unnið að viðhaldi og
viðgerðum á rafkerfi Jökulheima. Á Grímsfjalli var
unnið með Neyðarlínunni að því að koma nýju raf-
stöðinni í gang. Ýmsir byrjunarörðugleikar komu
fram við nýju vélina en Neyðarlínumenn sáu að mestu
um viðgerðir. Í haust var vélin dauð í þrjár vikur og
gerði skálanefndin út leiðangur þann 9. nóvember þar
sem vélin var sett í gang og hefur hún verið til friðs
síðan. Einnig þurfti að skipta um rafgeymi á Gríms-
fjalli. Til stóð að mála og þétta alla skála á fjallinu og
hófst verkið með því að vorferðin skóf veggi og gerði
klárt fyrir málningu. Það fór þó svo að aldrei viðraði
þokkalega til málningar þetta vætusumar. Verkið þarf
því að klára næsta sumar. Sama á við um Kverkfjöll,
en þar var allt unnið undir málningu en ekki tókst að
mála.
BÍLAMÁL
Nýtingin á Fordinum var svipuð og undanfarin ár.
Engar óvæntar bilanir komu upp á árinu en gera þurfti
við slit af ýmsu tagi. Í haust var unnið að viðgerðum
á boddífestingum og púðum. Tvær ferðir voru farn-
ar þar sem greiðslur fengust fyrir afnot af bílnum og
er það vel. Geymsla bílsins í bænum er ekki viðun-
andi og þarf að hann því að standa úti yfir veturinn.
Í gangi eru þreifingar um öflugri jöklakerru sem ráði
við umfang vorferðar, en ekkert hefur verið ákveðið.
SAMSTARF VIÐ LANDSVIRKJUN
Eins og fram kom í síðustu árskýrslu varð nokkur
breyting á formi samstarfs félagsins við Landsvirkjun
JÖKULL No. 65, 2015 113