Jökull


Jökull - 01.01.2015, Page 108

Jökull - 01.01.2015, Page 108
Halldór Ólafsson var tjaldað á tjaldstæði hótelsins sunnan undir Salan- um. Áður en lagst var til svefns í tjöldunum fór allur hópurinn í þrifabað í Grjótagjá, til að skola svita og öræfaryk af sólbrenndum kroppum. Jónsmessudagur heilsaði hópnum með sama góð- viðri og verið hafði undanfarið. Morgunverður var snæddur á Hótel Reynihlíð en síðan var haldið í Námaskarð til gassöfnunar, styrkþegar skoðuðu svæð- ið á meðan og gengu á Námafjall. Að gassöfnun lok- inni fór allt liðið norður í Leirbotna undir Kröflufjalli þar sem til stendur að reisa gufuaflsvirkjun á næstunni og er reyndar þegar byrjað að undirbúa það verk. Eft- ir að svæðið í Leirbotnum hafði verið skoðað, skipti Guðmundur liðinu og fóru hann, ásamt Níels og Ellen, með Ævari á jeppa Raunvísindastofnunar til gassöfn- unar að Þeistareykjum en Karl, Páll, Prestvik, Karls- son, Kribekk og Halldór gengu upp að sprengigígn- um Víti. Þegar staðið var á barmi Vítis og horft yfir kraumandi hveri ofan þess minntust sumir í hópnum kvæðis Jónasar um fyrirbærið: Bar mig að brenndum auri breiðar um funa-leiðir blakkur að Vítis-bakka, blæs þar og nösum hvæsir. Hvar mun um heiminn fara halur yfir fjöll og dali sá, er fram kominn sjái sól að verra bóli? Hrollir hugur við polli heitum í blárri veitu? Krafla með kynja afli klauf fjall og rauf hjalla; grimm eru í djúpi dimmu dauða-org, þaðan er rauðir logar yfir landið bljúga leiddu hraunið seydda. Er menn höfðu skoðað sig um þarna, héldu þeir suður að Lúdent, en þangað var farið eftir slóða sem liggur frá veginum við Vogaflóa í Mývatni austur að Hverfjalli og svo sunnan þess gegnum Lúdentsborgir að sprengigígnum Lúdent. Hann mun vera myndaður við svipaðar aðstæður og Hverfjall. Þarna var dvalið drjúgan hluta dags og tekin mörg bergsýni á svæðinu. Að verki loknu var haldið til Hótels Reynihlíðar og borðaður kvöldverður en áður en gengið var til náða leit hópurinn við á hótelbarnum. Þriðjudaginn 25. júní var farið snemma á fætur því ætlunin var að enda ferðina að kveldi í Reykjavík. Enn var hægviðri, alskýjað að vísu en úrkomulaust. Eftir morgunverð í Hótel Reynihlíð voru tjöld tekin sam- an, gengið frá farangri í bílana og svo lagt af stað frá tjaldstað kl. 09. Ekið var sem leið liggur sunnan Mý- vatns og komið við á Skútustöðum þar sem fallegu gervigígarnir, sem kenndir eru við staðinn, voru skoð- aðir. Þaðan var haldið um Mývatnsheiði, Reykjadal og Fljótsheiði að Goðafossi en þar hélt Guðmundur stuttan fyrirlestur um það sem fyrir augu bar. Raun- ar hafði hann haldið stutta tölu til fróðleiks á flestum viðkomustöðum í ferðinni. Við brúna yfir Fnjóská ákvað Ævar að setja bens- ín á bíl sinn úr varabrúsa, því hann bjóst við að hafa ekki nóg til Akureyrar sem var næsti áfangastaður. Er upp í miðja Vaðlaheiði kom tók jeppinn að hökta og mótor að ganga skrykkjótt. Ævar grunaði hver orsökin mundi vera og sótti tvo lítersbrúsa af prímusspritti aft- ur í bílinn og setti á bensíntankinn svo lítið bar á, gekk mótorinn nú eins og saumavél allt til Akureyrar. Þar var farið með jeppann á verkstæði og kom þá í ljós, þegar tappað var af bensíngeyminum, að hann innihélt aðeins blávatn. Héldu sumir því fram að það væri ekki síðra kraftaverk að breyta vatni í bensín en að breyta vatni í vín eins og meistarinn gerði forðum. Á með- an bifvélavirkjar fóru höndum um vélina var snæddur síðbúinn hádegisverður á Hótel KEA. Þegar hópurinn hafði lokið borðhaldi var komið við í Lystigarðinum og hann skoðaður. Áfram var svo haldið vestur um til Skagafjarðar þar sem varið var drjúglöngum tíma til að skoða steinrunnu trjábolina inn í Kotagili. Það sem eftir lifði leiðar var lítið stoppað, aðeins hafður stuttur stans til nauðþurfta í Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan var svo keyrt viðstöðulítið til Reykjavíkur og árangursríkri kynningar og vinnuferð lokið kl. 22:30 um kvöldi. 108 JÖKULL No. 65, 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.