Jökull - 01.01.2015, Blaðsíða 97
Society report
Land- og jökulbreytingar við Hoffellsjökul 2015
Snævarr Guðmundsson1, Helgi Björnsson2 og Anna Lilja Ragnarsdóttir3
1Náttúrustofa Suðausturlands, Nýheimar, Litlubrú 2, 780 Höfn í Hornafirði
2Institute of Earth Sciences, University of Iceland, Sturlugata 7, 101 Reykjavík, Iceland
3Akurnesi, Nesjum, 781 Hornafirði
SnaevarrGudmundsson@hornafjordur.is
Ágrip — Umtalsverðar land- og jökulbreytingar urðu við Hoffellsjökul í Nesjum haustið 2015. Þær tengdust
mikilli úrkomutíð í október eða snemma í nóvember sem olli snöggum vexti dragáa í Hoffellsnúpum (Núpum)
og Efstafelli, á milli Hoffellsjökuls og Lambatungujökuls. Töluvert rof varð úr farvegum ánna í grennd við
jökullónin Múlavatn og Gjávatn við Hoffellsjökul. Á sama tíma hvarf Gjávatn og sú spurning vaknar hvort
vatnavextir hafi hrint af stað hlaupi úr lóninu svo að það tæmdist. Engum sögum fer þó af hlaupvatni í Horna-
fjarðarfljótum enda vötnin smá og óvíst hvort hægt hefði verið að aðgreina hlaupvatn frá öðrum vatnavöxtum í
kjölfar úrkomutíðarinnar. Gervitunglamyndir sýna jafnframt að á sama tímabili hafa jakar brotnað upp í lóninu
framan við Hoffellsjökul, þótt það kunni að hafa stafað af öðru en jökulhlaupinu.
Þrjú jökulvötn, Múlavatn, Gjávatn og Efstafellsvatn,
mynduðust í giljum við austurjarðar Hoffellsjökuls,
inn við Núpa, þegar jökullinn gekk fram á litlu ís-
öld. Leysingarvatn frá jöklinum og úrkoma í fjöllum
safnaðist í gilin. Jökullinn stíflaði framrás vatnsins
svo að lón mynduðust sem stækkuðu uns vatn náði
að ryðjast undir jökulstífluna og hlaupa fram. Lón-
in hlupu árvisst á 19. öld og ollu töluverðum spjöll-
um á láglendi. Þau hafa hlaupið af og til allt til
þessa dags. Efstu strandlínur eru í um 265–270 m
hæð, en þeirri vatnshæð náði Gjávatn sennilega fyr-
ir miðja 19. öld meðan jökullinn var sem þykkastur
(Egill Jónsson, 2004; Helgi Björnsson og Finnur Páls-
son, 2004; Helgi Björnsson, 2009). Þegar jökullinn
tók að hopa og rýrna lækkaði jafnframt hæð lónanna.
Stundum hurfu þau alveg. Á korti Herforingjaráðsins
var yfirborðshæð Gjávatns í 207 m y. s. á fjórða áratug
20. aldar. Á þeim tíma var stærð vatnsins nálægt 60
hektarar (0,6 km2) en breytileg vegna hlaupa. Múla-
vatn var 4 hektarar (0,04 km2) á sama korti og Efsta-
fellsvatn 1,5 hektari (0,015 km2) en hið síðarnefnda er
nú alveg horfið.
Haustið 2015 var flatarmál Múlavatns rúmir 2
hektarar en Gjávatns 12 hektarar. Gjávatn er þrengsti
hluti á trekt sem tekur við öllu vatni sem safnast af
vatnasviði sem nær allt upp að Goðahrygg og er ∼33
km2 að flatarmáli (1. mynd). Stærstu árnar eru jök-
uláin Múlaá sem rennur frá Goðahrygg í Múlavatn
(∼104 m h. y. s.) og ár í Vesturgjá og Austurgjá sem
renna í Gjávatn (∼90 m hæð)1. Síðan rennur kvísl úr
Múlavatni í Gjávatn sem safnar öllu vatni sem fyrr-
greindar ár bera fram. Venjulega eru árnar ekki vatns-
miklar en eiga til að vaxa hratt í úrkomutíð eins og títt
er með dragár á Suðausturlandi.
Nýverið var vart við snöggar breytingar á stærð
Gjávatns og Múlavatns, sem ætla má að hafi orðið á
tímabilinu 17. okt. til 12. nóv. Umtalsvert rof í ár-
farvegunum bendir til vatnavaxta á umræddu tíma-
bili. Þegar úrkomutölur frá Höfn í Hornafirði eru
skoðaðar koma í ljós úrkomutoppar: 21.–24. og 29. –
31. október og 6.–8. nóvember (2. mynd). Í þeim náði
sólarhringsúrkoma >27 mm í þrjá daga en að auki var
talsverð úrkoma dagana kringum þá. Engar spurnir
fara þó af því að hlaups hafi orðið vart í Hornafjarð-
1Yfirborðshæð fengin af LiDAR gögnum.
JÖKULL No. 65, 2015 97