Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2015, Qupperneq 97

Jökull - 01.01.2015, Qupperneq 97
Society report Land- og jökulbreytingar við Hoffellsjökul 2015 Snævarr Guðmundsson1, Helgi Björnsson2 og Anna Lilja Ragnarsdóttir3 1Náttúrustofa Suðausturlands, Nýheimar, Litlubrú 2, 780 Höfn í Hornafirði 2Institute of Earth Sciences, University of Iceland, Sturlugata 7, 101 Reykjavík, Iceland 3Akurnesi, Nesjum, 781 Hornafirði SnaevarrGudmundsson@hornafjordur.is Ágrip — Umtalsverðar land- og jökulbreytingar urðu við Hoffellsjökul í Nesjum haustið 2015. Þær tengdust mikilli úrkomutíð í október eða snemma í nóvember sem olli snöggum vexti dragáa í Hoffellsnúpum (Núpum) og Efstafelli, á milli Hoffellsjökuls og Lambatungujökuls. Töluvert rof varð úr farvegum ánna í grennd við jökullónin Múlavatn og Gjávatn við Hoffellsjökul. Á sama tíma hvarf Gjávatn og sú spurning vaknar hvort vatnavextir hafi hrint af stað hlaupi úr lóninu svo að það tæmdist. Engum sögum fer þó af hlaupvatni í Horna- fjarðarfljótum enda vötnin smá og óvíst hvort hægt hefði verið að aðgreina hlaupvatn frá öðrum vatnavöxtum í kjölfar úrkomutíðarinnar. Gervitunglamyndir sýna jafnframt að á sama tímabili hafa jakar brotnað upp í lóninu framan við Hoffellsjökul, þótt það kunni að hafa stafað af öðru en jökulhlaupinu. Þrjú jökulvötn, Múlavatn, Gjávatn og Efstafellsvatn, mynduðust í giljum við austurjarðar Hoffellsjökuls, inn við Núpa, þegar jökullinn gekk fram á litlu ís- öld. Leysingarvatn frá jöklinum og úrkoma í fjöllum safnaðist í gilin. Jökullinn stíflaði framrás vatnsins svo að lón mynduðust sem stækkuðu uns vatn náði að ryðjast undir jökulstífluna og hlaupa fram. Lón- in hlupu árvisst á 19. öld og ollu töluverðum spjöll- um á láglendi. Þau hafa hlaupið af og til allt til þessa dags. Efstu strandlínur eru í um 265–270 m hæð, en þeirri vatnshæð náði Gjávatn sennilega fyr- ir miðja 19. öld meðan jökullinn var sem þykkastur (Egill Jónsson, 2004; Helgi Björnsson og Finnur Páls- son, 2004; Helgi Björnsson, 2009). Þegar jökullinn tók að hopa og rýrna lækkaði jafnframt hæð lónanna. Stundum hurfu þau alveg. Á korti Herforingjaráðsins var yfirborðshæð Gjávatns í 207 m y. s. á fjórða áratug 20. aldar. Á þeim tíma var stærð vatnsins nálægt 60 hektarar (0,6 km2) en breytileg vegna hlaupa. Múla- vatn var 4 hektarar (0,04 km2) á sama korti og Efsta- fellsvatn 1,5 hektari (0,015 km2) en hið síðarnefnda er nú alveg horfið. Haustið 2015 var flatarmál Múlavatns rúmir 2 hektarar en Gjávatns 12 hektarar. Gjávatn er þrengsti hluti á trekt sem tekur við öllu vatni sem safnast af vatnasviði sem nær allt upp að Goðahrygg og er ∼33 km2 að flatarmáli (1. mynd). Stærstu árnar eru jök- uláin Múlaá sem rennur frá Goðahrygg í Múlavatn (∼104 m h. y. s.) og ár í Vesturgjá og Austurgjá sem renna í Gjávatn (∼90 m hæð)1. Síðan rennur kvísl úr Múlavatni í Gjávatn sem safnar öllu vatni sem fyrr- greindar ár bera fram. Venjulega eru árnar ekki vatns- miklar en eiga til að vaxa hratt í úrkomutíð eins og títt er með dragár á Suðausturlandi. Nýverið var vart við snöggar breytingar á stærð Gjávatns og Múlavatns, sem ætla má að hafi orðið á tímabilinu 17. okt. til 12. nóv. Umtalsvert rof í ár- farvegunum bendir til vatnavaxta á umræddu tíma- bili. Þegar úrkomutölur frá Höfn í Hornafirði eru skoðaðar koma í ljós úrkomutoppar: 21.–24. og 29. – 31. október og 6.–8. nóvember (2. mynd). Í þeim náði sólarhringsúrkoma >27 mm í þrjá daga en að auki var talsverð úrkoma dagana kringum þá. Engar spurnir fara þó af því að hlaups hafi orðið vart í Hornafjarð- 1Yfirborðshæð fengin af LiDAR gögnum. JÖKULL No. 65, 2015 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.