Jökull - 01.01.2015, Blaðsíða 60
Society report
Skaftárhlaup haustið 2015
Oddur Sigurðsson
Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7–9, 108 Reykjavík, osig@vedur.is
Um mánaðamótin september–október 2015 brast á
óvenjustórt jökulhlaup í Skaftá. Kom það úr Skaftár-
katli eystri eftir 5 ára hlé. Búist var við því miklu
fyrr enda hafa um áratuga skeið aðeins liðið 2–3 ár
milli hlaupa undan þessum katli. Mælingar á jökul-
yfirborðinu í katlinum nokkur ár á undan höfðu ekki
sýnt hækkun eins og venja er og vissu menn því að
einhverjar breytingar höfðu orðið í katlinum en ekki
hvers eðlis þær voru. Stærð hlaupsins kom á óvart
vegna þess að hæð ketilsins þegar úr honum hljóp var
svipuð og í fyrri hlaupum. Mælingar sýna að sigketill-
inn sem myndaðist var miklu stærri en áður hafði sést.
Skýring á því liggur enn ekki fyrir, en tengist væntan-
lega breytingum á jarðhitasvæðinu undir jöklinum.
Þann 27. september 2015 byrjaði að renna út
úr stöðuvatninu undir katlinum með vaxandi þunga.
Með mælingum á hæðarbreytingum á íshellu ketilsins
og einnig yfir hlaupfarveginum neðar á jöklinum var
hægt að sýna fram á flókið rennslisferli. Neðarlega
á jöklinum reyndist þrýstingur hlaupvatnsins meiri en
jökulfargið réði við og sprengdi það sér leið upp á yf-
irborð þar sem ísstykki á borð við hús lágu eins og
hráviði. Einnig voru merki um að vatn hafði gusast
upp um svelgi og göt nærri jaðrinum sem líkst hef-
ur risavöxnum sturtuhaus á hvolfi í upphafi hlaups.
Hlaupvatnið byrjaði að streyma undan jökuljaðrin-
um aðfaranótt 1. október og kom flóðbylgjan niður í
byggð síðdegis þann sama dag.
Hlaupið rauf bakka Skaftár víða og spillti mann-
virkjum, einkum vegum og undirstöðum brúa svo og
ræktar- og beitarlandi. Einnig er talið að fornminjar
hafi eyðilagst. Mikill aur barst víða, einkum undir
Fögrufjöllum og á Eldhrauni á láglendi þar sem áin
leggur stærri og stærri hluta hraunsins undir sig við
hvert hlaup. Jökulvatn komst í veiðilæki í Land-
broti, einkum Tungulæk sem varð um tíma nánast að
jökulfljóti.
Nú velta menn því fyrir sér hvort Skaftárhlaup hafi
komist í nýjan ham og hætta sé á að þau verði fram-
vegis stærri en hingað til.
Skyggð landlíkön af Skaftárkatli eystri nokkru eftir hlaupin 2010 og 2015. Myndirnar eru í sama skala og sýna því vel
stærðarmun. Landlíkanið frá 21. júlí 2010 (t.v.) var mælt með Lidar. Ólafur Haraldsson hjá Designing Reality ehf. reiknaði
2015 líkanið á grundvelli ljósmynda sem teknar voru úr flugvél þann 10. október. Sigskál ketilsins mældist um 2,5 km breið
eftir hlaupið 2015. – Digital elevation models of the Eastern Skaftár cauldron following the 2010 and 2015 jökulhlaups.
60 JÖKULL No. 65, 2015