Jökull


Jökull - 01.01.2015, Page 60

Jökull - 01.01.2015, Page 60
Society report Skaftárhlaup haustið 2015 Oddur Sigurðsson Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7–9, 108 Reykjavík, osig@vedur.is Um mánaðamótin september–október 2015 brast á óvenjustórt jökulhlaup í Skaftá. Kom það úr Skaftár- katli eystri eftir 5 ára hlé. Búist var við því miklu fyrr enda hafa um áratuga skeið aðeins liðið 2–3 ár milli hlaupa undan þessum katli. Mælingar á jökul- yfirborðinu í katlinum nokkur ár á undan höfðu ekki sýnt hækkun eins og venja er og vissu menn því að einhverjar breytingar höfðu orðið í katlinum en ekki hvers eðlis þær voru. Stærð hlaupsins kom á óvart vegna þess að hæð ketilsins þegar úr honum hljóp var svipuð og í fyrri hlaupum. Mælingar sýna að sigketill- inn sem myndaðist var miklu stærri en áður hafði sést. Skýring á því liggur enn ekki fyrir, en tengist væntan- lega breytingum á jarðhitasvæðinu undir jöklinum. Þann 27. september 2015 byrjaði að renna út úr stöðuvatninu undir katlinum með vaxandi þunga. Með mælingum á hæðarbreytingum á íshellu ketilsins og einnig yfir hlaupfarveginum neðar á jöklinum var hægt að sýna fram á flókið rennslisferli. Neðarlega á jöklinum reyndist þrýstingur hlaupvatnsins meiri en jökulfargið réði við og sprengdi það sér leið upp á yf- irborð þar sem ísstykki á borð við hús lágu eins og hráviði. Einnig voru merki um að vatn hafði gusast upp um svelgi og göt nærri jaðrinum sem líkst hef- ur risavöxnum sturtuhaus á hvolfi í upphafi hlaups. Hlaupvatnið byrjaði að streyma undan jökuljaðrin- um aðfaranótt 1. október og kom flóðbylgjan niður í byggð síðdegis þann sama dag. Hlaupið rauf bakka Skaftár víða og spillti mann- virkjum, einkum vegum og undirstöðum brúa svo og ræktar- og beitarlandi. Einnig er talið að fornminjar hafi eyðilagst. Mikill aur barst víða, einkum undir Fögrufjöllum og á Eldhrauni á láglendi þar sem áin leggur stærri og stærri hluta hraunsins undir sig við hvert hlaup. Jökulvatn komst í veiðilæki í Land- broti, einkum Tungulæk sem varð um tíma nánast að jökulfljóti. Nú velta menn því fyrir sér hvort Skaftárhlaup hafi komist í nýjan ham og hætta sé á að þau verði fram- vegis stærri en hingað til. Skyggð landlíkön af Skaftárkatli eystri nokkru eftir hlaupin 2010 og 2015. Myndirnar eru í sama skala og sýna því vel stærðarmun. Landlíkanið frá 21. júlí 2010 (t.v.) var mælt með Lidar. Ólafur Haraldsson hjá Designing Reality ehf. reiknaði 2015 líkanið á grundvelli ljósmynda sem teknar voru úr flugvél þann 10. október. Sigskál ketilsins mældist um 2,5 km breið eftir hlaupið 2015. – Digital elevation models of the Eastern Skaftár cauldron following the 2010 and 2015 jökulhlaups. 60 JÖKULL No. 65, 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.