Jökull - 01.01.2015, Blaðsíða 111
Society report
JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS
Skýrsla formanns á aðalfundi 24. febrúar 2015
Nýliðið ár verður sett í annála sem árið þar sem stór-
gos varð í Holuhrauni og Bárðarbunga seig. Þessir
stórviðburðir í Grímsvatnahreppi hafa ekki farið fram-
hjá neinum en mælitæki á Vatnajökli hafa sjaldan spil-
að jafn stórt hlutverk í umbrotum og nú. Því er það svo
að þó JÖRFÍ hafi ekki staðið í eldlínunni við eftirlit og
mælingar hafa hús þess og aðstaða verði ákaflega mik-
ilvæg til að fylgjast með atburðum. Um starfsemi fé-
lagsins er það að segja að veruleg umsvif voru í mæl-
ingum og vegna fjölda verkefna var vorferð lengri en
vanalega. Bíll félagsins nýttist í nokkur önnur verk-
efni en reglubundnar ferðir og greiðslur fyrir þá vinnu
hafa stutt við fjárhaginn. Nýr vefur um sporðamæl-
ingarnar leit dagsins ljós og sýnir hann svo um villst
virði þess starfs við mælingu á hopi og framskriði
jökla sem Jón Eyþórsson hóf 1932 og JÖRFÍ tók yfir
við stofnun félagsins árið 1950. Í fyrsta sinn í nokkur
ár er nú þokkalegur afgangur af rekstri félagsins.
Á aðalfundi þann 25. febrúar var Steinunn Jakobs-
dóttir fundarstjóri og Finnur Pálsson fundarritari. Á
fyrsta fundi eftir aðalfundinn skipti stjórnin með sér
verkum og dregið var um röð varamanna. Stjórnar-
fundi voru mánaðarlega nema hvað engir fundir voru
í júní-ágúst.
Stjórn JÖRFÍ 2014
Magnús Tumi Guðmundsson, formaður
Magnús Hallgrímsson, varaformaður
Valgerður Jóhannsdóttir, gjaldkeri
Hálfdán Ágústsson, ritari
Árni Páll Árnason, meðstjórnandi.
Varastjórn:
Ragnar Þór Jörgensen, Vilhjálmur S. Kjartansson,
Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Þóra Karlsdóttir.
Nefndir JÖRFÍ:
Rannsóknanefnd: Magnús Tumi Guðmundsson
formaður, Andri Gunnarsson, Bergur Bergsson, Björn
Oddsson, Bryndís Brandsdóttir, Finnur Pálsson, Hálf-
dán Ágústsson, Hrafnhildur Hannesdóttir, Magnús
Hallgrímsson, Oddur Sigurðsson, Steinunn S. Jakobs-
dóttir, Tómas Jóhannesson og Þorsteinn Þorsteinsson.
Bílanefnd: Árni Páll Árnason formaður, Eiríkur
Lárusson, Garðar Briem, Hallgrímur Þorvaldsson og
Sigurður Vignisson.
Skálanefnd: Ragnar Þór Jörgensen formaður, Aðal-
steinn Svavarsson, Alexander Ingimarsson, Ástvaldur
Guðmundsson, Grétar Þorvaldsson, Guðbjörn Þórð-
arson, Gunnar Antonsson, Leifur Þorvaldsson, Snæ-
björn Sveinsson, Stefán Bjarnason, Sverrir Hilmars-
son, Vilhjálmur S. Kjartansson og Þorsteinn Krist-
vinsson.
Ferðanefnd: Sjöfn Sigsteinsdóttir formaður, Árni
Páll Árnason, Eiríkur Lárusson, Hlynur Skagfjörð,
Magnús Tumi Guðmundsson, Sigurður Vignisson og
Þorsteinn Jónsson.
Ritstjórar Jökuls: Bryndís Brandsdóttir, Þorsteinn
Þorsteinsson, Gréta Björk Kristjánsdóttir og Snæv-
arr Guðmundsson.
Ritnefnd Jökuls: Christopher J. Caseldine, Fiona
S. Tweed, Gifford H. Miller, Haraldur Sigurðsson,
Helgi Björnsson, Karen L.Knudsen, Karl Grönvold,
Kristján Sæmundsson, Robert S. Detrick, Tómas Jó-
hannesson og William H. Menke.
Skemmtinefnd: Anna Líndal, Ágúst Þór Gunnlaugs-
son, Baldur Bergsson og Guðfinna Aðalgeirsdóttir.
Valnefnd: Jón E. Ísdal, Stefán Bjarnason og Oddur
Sigurðsson.
Fulltrúi í SAMÚT: Björn Oddsson, Árni Páll Árnason
til vara.
JÖKULL No. 65, 2015 111