Jökull - 01.01.2015, Blaðsíða 90
jaðri þess renna nú tærir veiðilækir á þéttu yfirborði
eldri hrauna. Rennsli þessara lækja er að hluta til háð
leka úr Skaftá í gegnum hraunið. Miðlun hraunanna er
skammæ og getur þurrkatíð og snjóleysi á vorin þegar
lítið er í Skaftá valdið lágri grunnvatnsstöðu og þurrð
í lækjum jafnvel þótt mikið hafi rignt fram eftir vetri.
Tíu árum eftir Eld var Skaftá tær í byggð, svo öflug
sía var hraunið. Síðan hefur Skaftá fikrað sig lengra
og lengra með aurfyllingu í það. Um miðja síðustu
öld hófust hlaup í Skaftá sem lögðu henni mikið lið
við aurfyllinguna. Á fimmta tug hlaupa hafa skoll-
ið yfir svæðið. Til glöggvunar má nefna að einungis
svifaurinn í þeim samsvarar 1 m þykku lagi á meira
en 100 ferkílómetra svæði. Öskufall og áfok bætast
síðan við vatnsflutt efni. Hraunsían fyllist og stíflast
og streymi um hraunið til linda breytist og minnkar.
Menn hafa reynt að halda uppi rennslinu og farið að
stjórna því hvert ár leita og einnig hafa kvíslar ver-
ið sameinaðar til þess að fækka brúm. Þótt yfirlýst
markmið með vatnaveitingum náist, verða hliðarverk-
anir sem varða aðra hagsmuni. Vatni úr Skaftá hef-
ur verið veitt austur á hraunið neðan Skálarheiðar til
þess að halda uppi rennsli veiðilækja og vegna aur-
fyllingar rennur vatnið stöðugt nær hraunjaðrinum á
yfirborði. Nú er svo komið að í hlaupum nær gruggugt
hlaupvatnið fram af brún Skaftáreldahrauns út á gró-
ið Landbrotshraunið. Í hlaupinu haustið 2015 runnu
tugir rúmmetra á sekúndu af aurugu vatni í Tungulæk
og Grenlæk. Jökulvatnið dreifðist víða um umhverfi
Tungulækjar. Straumharkan varð ekki svo mikil að
rof yrði. Komi hlaup af þessari stærð eftir nokkur ár
er víst að vatnið verði mun meira og rofmáttur meiri
vegna þess að mikil fylling varð í þessu hlaupi og sú
fylling leiðir aurburð Skaftár milli hlaupa nær jaðrin-
um. Skaftáreldahraunið verndar því ekki gróðurlendi
í Landbroti og Meðallandi í sama mæli og áður.
Í skýrslunni: „Vatnafar í Eldhrauni, náttúruleg-
ar breytingar og áhrif veitumannvirkja“ sem kom út
sumarið 2015, sjá http://www.vedur.is/media/vedur-
stofan/utgafa/skyrslur/2015/VI_2015_003_leidr.pdf,
fjallar Snorri Zóphóníasson um sögu veitumannvirkja
og afleiðingar aurframburðar síðustu 110 árin.
Umflotinn mosavaxinn hólmi í Skaftá, um 10 klst. eftir hámark hlaups. Kambar í baksýn. – The Skaftá river. Dark patches
along the river show floodmarks at the peak of the jökulhlaup, 10 h earlier. Ljósm./Photo. 2. okt., 2015, Simone Zonetti.
90 JÖKULL No. 65, 2015