Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2015, Qupperneq 90

Jökull - 01.01.2015, Qupperneq 90
jaðri þess renna nú tærir veiðilækir á þéttu yfirborði eldri hrauna. Rennsli þessara lækja er að hluta til háð leka úr Skaftá í gegnum hraunið. Miðlun hraunanna er skammæ og getur þurrkatíð og snjóleysi á vorin þegar lítið er í Skaftá valdið lágri grunnvatnsstöðu og þurrð í lækjum jafnvel þótt mikið hafi rignt fram eftir vetri. Tíu árum eftir Eld var Skaftá tær í byggð, svo öflug sía var hraunið. Síðan hefur Skaftá fikrað sig lengra og lengra með aurfyllingu í það. Um miðja síðustu öld hófust hlaup í Skaftá sem lögðu henni mikið lið við aurfyllinguna. Á fimmta tug hlaupa hafa skoll- ið yfir svæðið. Til glöggvunar má nefna að einungis svifaurinn í þeim samsvarar 1 m þykku lagi á meira en 100 ferkílómetra svæði. Öskufall og áfok bætast síðan við vatnsflutt efni. Hraunsían fyllist og stíflast og streymi um hraunið til linda breytist og minnkar. Menn hafa reynt að halda uppi rennslinu og farið að stjórna því hvert ár leita og einnig hafa kvíslar ver- ið sameinaðar til þess að fækka brúm. Þótt yfirlýst markmið með vatnaveitingum náist, verða hliðarverk- anir sem varða aðra hagsmuni. Vatni úr Skaftá hef- ur verið veitt austur á hraunið neðan Skálarheiðar til þess að halda uppi rennsli veiðilækja og vegna aur- fyllingar rennur vatnið stöðugt nær hraunjaðrinum á yfirborði. Nú er svo komið að í hlaupum nær gruggugt hlaupvatnið fram af brún Skaftáreldahrauns út á gró- ið Landbrotshraunið. Í hlaupinu haustið 2015 runnu tugir rúmmetra á sekúndu af aurugu vatni í Tungulæk og Grenlæk. Jökulvatnið dreifðist víða um umhverfi Tungulækjar. Straumharkan varð ekki svo mikil að rof yrði. Komi hlaup af þessari stærð eftir nokkur ár er víst að vatnið verði mun meira og rofmáttur meiri vegna þess að mikil fylling varð í þessu hlaupi og sú fylling leiðir aurburð Skaftár milli hlaupa nær jaðrin- um. Skaftáreldahraunið verndar því ekki gróðurlendi í Landbroti og Meðallandi í sama mæli og áður. Í skýrslunni: „Vatnafar í Eldhrauni, náttúruleg- ar breytingar og áhrif veitumannvirkja“ sem kom út sumarið 2015, sjá http://www.vedur.is/media/vedur- stofan/utgafa/skyrslur/2015/VI_2015_003_leidr.pdf, fjallar Snorri Zóphóníasson um sögu veitumannvirkja og afleiðingar aurframburðar síðustu 110 árin. Umflotinn mosavaxinn hólmi í Skaftá, um 10 klst. eftir hámark hlaups. Kambar í baksýn. – The Skaftá river. Dark patches along the river show floodmarks at the peak of the jökulhlaup, 10 h earlier. Ljósm./Photo. 2. okt., 2015, Simone Zonetti. 90 JÖKULL No. 65, 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.