Breiðfirðingur - 01.04.1964, Side 7
Hvaða gagn er það manninum, þótt hann öðlist
allann heiminn, ef hann bíður við það tjón á
sálu sinni?
Árshóf Breiðfirðingafélagsins
RœSa llutt laugard. 2. febr. 1963, af Gísla Jónssyni alþm.
Heiðruðu veizlugestir!
Þegar þess var farið á leit við mig, að mæla hér nokkur
orð á árshátíð ykkar Breiðfirðinga, var mér það í sjálfs-
vald sett, hvaða umræðuefni ég veldi mér.
Það er ekki auðvelt að velja efni, sem vekur sameigin-
legan áhuga hlustenda á mismunandi aldurskeiði, svo mjög
sem viðhorf æsku og elli til lífsins eru mismunandi, en hér
mætast í kvöld ungir og gamlir í þeim sameiginlega til-
gangi, að treysta böndin við Breiðafjarðarbyggðir, og
stuðla að velgengni héraðsins, efnahagslega og menningar-
lega.
Eg hef því kosið mér, að taka þetta efni til umræðu,
ef það mætti verða til þess, að lækka tregann, sem jafnan
fylgir andbyr og erfiðleikum, stækka trúna á góðan mál-
stað, og hœkka himininn yfir breiðfirzkum byggðum.
Það veltur ekki á tveim tungum, að sú kynslóð, sem
borinn er á árunum 1880—1890, og nú er, að afhenda