Breiðfirðingur - 01.04.1964, Side 8
6
BREIÐFIRÐINGUR
æskunni landið, hefur skapað meiri byltingu í þjóðlífi ís-
lendinga en nokkur önnur kynslóð. Allt frá landnámstíð
og fram til ársins 1880 taka lífskjör fólksins sára litlum
breytingum. Það háir allar þessar aldir þrotlausa baráttu
við elda og ísa, grasbresti og aflaleysi, sjúkdóma og slys,
örbirgð og hungur, ófrelsi og kúgun, og því tekst aldrei
að brynja sig svo gegn voðanum, að að gagni megi verða.
Þær plágur fara að vísu mismunandi hörðum höndum um
hin einstöku héruð og um einstaka menn og stéttir, en í
heild halda þær þjóðinni í helgreipum fátæktar og fram-
taksleysis svo öldum skiptir. Svo fast er sorfið að þjóð-
inni, umrætt skeið, að rætt er um það í alvöru að flytja
hana í burt og koma henni fyrir á Jótlandsheiðum, þar
sem hún hefði glatað þjóðerni sínu, tungu sinni og menn-
ingu. En þótt þjóðinni væri forðað frá þessum grimmu
örlögum, varð ei um tíma spyrnt fótum við fólksflutningi
til Vesturheims, er þúsundir sona og dætra flúðu erfið-
leikana, sem þeir þá sáu enga möguleika að yfirstíga, en
leituðu að betri kjörum í nýrri álfu.
Þótti þetta þá svo sjálfsögð ráðstöfun, að sveitarsjóðirnir
tóku á sig aukaútgjöld til þess að aðstoða flutning þeirra,
sem sjálfir höfðu ekki efni á því.
Þannig var ástandið þegar sú kynslóð fæddist, sem
skilað hefur því dagsverki, að lyfta þjóðinni á einum manns-
aldri úr sárustu neyð upp í lífskjör, sem í hvívetna eru
fullkomlega sambærileg við beztu lífskjör annarra Evrópu-
þjóða, bæði efnahagslega og menningarlega.
Því miður hefur þessi þróun ekki gengið jafnt yfir öll
héruð landsins. Hennar hefur gætt lang mest hér í höfuð-
borginni og nágrenni hennar. Hennar hefur gætt minna í