Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 9
BREIÐFIRÐINGUR
7
hinum fjarlægari byggðum og í sumum þeirra svo lítið,
að peningaflóðið hefur náð að soga fólkið til sín þaðan
yfir í þéttbýlið, til þess þar að nióta þeirra gæða, sem
peningarnir megna að veita því.
Þessi rás viðburðanna, er að skapa mikinn vanda í þjóð-
lífi voru, vanda, sem sú kynslóð, er nú er að taka við
verður að leysa. Þessi plága hefur því miður herjað fast
á ýmsar sveitir við Breiðafjörð. Eyjar, sem áður voru
mannmörg höfðingja- og menningarsetur, og auk þess
forðabúr, sem aldrei brugðust hversu hart sem var í ári,
eru nú auðar og yfirgefnar. Og sömu örlögum lúta fleiri
og fleiri býli í sveitunum umhverfis Breiðafjörð, þótt aðr-
ar sveitir blómgist þar og vaxi. Fólkið, sem peningaflóðið
hrífur með sér, skilur eftir eignir, sem verða því verðminni,
því lengur, sem þær standa ónotaðar og yfirgefnar, en
það skilur þar einnig eftir nokkurn hluta af sjálfum sér,
hluta, sem aldrei getur slitið sig að fullu úr tengslum við
baráttuna, sem þar var háð, við sigra eða ósigra, sem þar
var biðið, og við sjálfa náttúruna, sem þar var hluti af því
sjálfu.
Fólkið reyndi að sameinast þessum hluta af sjálfum sér,
er það skildi þar eftir, með því að ferðast þar um á þeim
árstíðum, er náttúran klæddist sínu fegursta skrauti, og
lifa þá þar upp aftur þær stundir, sem dýpstar áttu rætur
í sálum þeirra, en treginn við að sjá hrörnunina fara hörð-
um höndum, um allt sem það sjálft hafði byggt upp, vó oft
meira en gleðin, og fullnægði þá engan veginn þörfinni.
Allt öðru máli var að gegna um þá staði, sem aðrir tóku
við, héldu við eða bættu, þar varð gleðin óblandin, unað-
urinn fullur.