Breiðfirðingur - 01.04.1964, Síða 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
Það er í fullu samræmi við mannlegt eðli, virðingarvert
og sjálfsagt, að sitja við þann eldinn, sem bezt brennur
og safna auði og allsnægtum fyrir sig og sína, og vera
þannig styrk stoð í þjóðfélaginu, en allt er það of dýru-
verði keypt, ef maður við það glatar einhverjum hluta af
sjálfum sér. „Því hvaða gagn er það manninum, þótt hann
öðlist allan heiminn, ef hann bíður við það tjón á sálu
sinni“. Hvaða gagn er það móður, sem vakir yfir fjársjúku
barni sínu, er enginn máttur fær bjargað frá heli, þótt
hún eigi fullar hendur fjár? Eða sjúklingnum, sem líður
allar heimsins kvalir, sem dauðinn einn fær stillt, eða
foreldri sem eigi fær bjargað góðu barni sínu frá spill-
ingu heimsins. Hér og undir öðrum slíkum kringumstæð-
um veita auðæfi enga ró. Þar koma til önnur verðmæti, sem
mega sín betur, verðmæti, sem menn öðlast í faðmi ís-
lenzkrar náttúru í átökum við hana. Þau verðmæti sækir
enginn í glaum borgarlífsins, þótt hann að öðru leyti upp-
fylli margar óskir mannanna.
Meðal annars af þessum ástæðum, má byggðin ekki eyð-
ast. En hvað er því til varnar?
Þeirri spurningu verður bezt svarað með því að íhuga,
hvað varð ísland til varnar, er yfir því vofði sú hætta,
að öll þjóðin flytti á brott og yfirgæfi landið að fullu?
Um alla Evrópu voru á þeim tímum tendruð blys frels-
isins, og þrátt fyrir einangrun landsins berast hingað út
logarnir af þeim blysum. Islendingar, engu síður en aðrar
þjóðir, hrífast af þeim eldi, sem þar er tendraður, og
þjóðin fylgist vel með því sem þar er að gerast. Þá eru
frændur vorir Norðmenn háðir annarri þjóð á líkan hátt
og vér, yfirþjóð, sem ekki vildi gefa henni frelsi frekar