Breiðfirðingur - 01.04.1964, Qupperneq 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
árum, svo að nú er það eitt af fremstu löndum þar eystra
í menningu, tækni og þróun. Og þetta er að langmestu
því að þakka, að trúbræður þeirra um allan heim hafa
ekki gleymt þeim, heldur stutt þá í hvívetna í baráttunni.
Forvígismaður þeirra, Ben Gurion núverandi forsætisráð-
margir flutt aftur heim og reist það úr rústum á örfáum
herra, eyddi flestum beztu árum ævi sinnar, að ferðast á
milli trúbræðranna um allan heim, og safna hjá þeim fé
og margvíslegri aðstoð, til þess að endurreisa landið og
flytja þjóðina aftur heim. Viljið þið kæru Breiðfirðingar,
sem flutzt hafa brott frá Breiðafjarðarbyggðum hingað
eða í aðra landshluta, þar sem afkoma ykkar er betri,
feta í fótspor Gyðinganna? Finnst nokkur Ben Gurion á
meðal ykkar til þess að fórna sér fyrir það málefni, að
stöðva flóttann og endurreisa býlin og afla þess fjár, sem
lil þess þarf, á sama hátt og ísraelsmenn hafa gert? Ég
fullyrði, að Alþingi myndi veita hverjum þeim manni eða
félagi, sem í alvöru beitti sér fyrir slíkri uppbyggingu
alla þá aðstoð, sem sanngjarnt væri af því að krefjast.
Hins er ekki að vænta, að í þjóðfélagi, sem byggt er uppá
framtaki og frelsi einstaklingsins, hafi ríkisstjórnin um
það forystu, að byggja upp eyðibýlin, þannig, að þar sé
rekinn ríkisbúskapur og ríkið taki að sér alla ábyrgð og
allt erfiði af slíkri endurreisn.
Fyrir um áratug síðan, var ákveðið með lögum, að
komið skyldi upp landshöfn á Rifi. Ein af mörgum veiga-
miklum ástæðum fyrir því, var sú, að stöðva flóttann frá
Sandi, þar eð allt benti til að sú byggð myndi leggjast í
eyði, ef ekkert yrði aðgert. Þó að alltof mikill seinagangur
hafi verið á því, að koma þessu verki áfram, svo sem nauð-