Breiðfirðingur - 01.04.1964, Síða 13
BREIÐFIRÐINGUR
11
syn bar til, þá er það þó víst, að þetta hefur orðið til að
stöðva flóttann úr þeirri byggð, og mun í framtíðinni verða
til þess, að auka þar íbúatöluna allverulega, og bæta þar
afkomu fólksins á margan hátt. Ljóst er, að atvinnuaukn-
ing og bætt kjör á þessum hluta Breiðafjarðarbyggðar,
festir ekki fólkið við þá staði hennar, sem eigi veita sam-
bærilegan arð eða þægindi.
Það hefur lengi verið mín skoðun, að erfitt muni reyn-
ast, að tryggja byggð fyrir botni Breiðafjarðar í framtíð-
inni, nema að endurreisa byggðina í eyjunum. En nú sýn-
ast fáir vilja leggja á sig það erfiði, að hafast þar við.
En má ekki einnig hér fitina einhverja leið til bjargar?
Ibúar allra borga í hvaða landi sem er, glíma við þann
vanda að tryggja börnum sínum á uppvaxtarárunum, nauð-
synlegan og eðlilegan samgang við sjálfa náttúruna utan
borgarglaumsins. Þessi þörf er því ríkari, sem borgirnar
verði stærri.
Við þekkjum það öll hversu fast er sótt á mörg sveita-
heimilin að taka börn borgarbúa um sumartímann, til þess
að þau geti fengið að njóta þess, sem sveitirnar hafa að
bjóða, og koma heim að hausti, betur búið undir vetrar-
dvölina en hin, sem enga möguleika eiga á því, að njóta
þeirra gæða.
En þessir möguleikar fara minkandi við hvert býli, sem
í eyði fer, samtímis sem þörfn eykzt við hverja fjölskyldu,
sem flyzt til bæjanna. Ýms félagasambönd svo sem Rauði-
kross íslands, K.F.U.M. og Skátafélögin halda uppi virð-
ingaverðum framkvæmdum til úrbóta í þessum málum,
með því að starfrækja sumarskála fyrir börn, sem dvelja
þar við leiki og íþróttir yfir sumartímann, en þessir hóp-