Breiðfirðingur - 01.04.1964, Qupperneq 14
12
BREIÐFIRÐINGUR
ar geta ekki mótast á sama hátt og þeir unglingar, sem
dvelja allt árið utan borgarlífsins og læra þar að taka þátt
í lífsbaráttunni með því fólki, sem þar býr. Þá þykir það
og einnig nauðsynlegt að stofnað sé til sjóvinnunáms-
skeiða fyrir drengi yfir sumartímann, til þess að venja þá
við alla venjulega vinnu á sjó, og vekja áhuga þeirra þann-
ig fyrir störfum við einn helzta atvinnuveg landsmanna.
Er ekki einmitt hér verkefni fyrir þær sveitir Breiða-
fjarðar, sem fólkið hefur flúið frá og skilið eftir í auðn.
Væri ekki einmitt tilvalið, að taka eitthvað af þeim eyjum
í Breiðafirði, sem nú eru í eyði, en áður voru höfuðhól og
menningarsetur, og reisa þar upp heimili fyrir unglinga
til dvalar allt árið, þar sem þeir fengju bóklega og verk-
lega fræðslu og kynntust öllum þáttum íslenzks atvinnu-
lífs. Myndu ekki slík heimili gera allt í senn:
Bjarga mörgum unglingi frá solli borgarlífsins, sem ekki
á í dag þess kost, að njóta þeirrar geðverndar, sem byggðin
ein fær veitt.
Vekja áhuga fyrir þeim sönnu verðmætum, sem menn
öðlast við að sækja gull í greipar hinnar íslenzku náttúru,
sem oftast heldur fast í verðmætin, en er gjöful og örlát,
ef hart er sótt eftir.
Rótfesta svo huga þeirra, sem þar dveldu, við héraðið
og atvinnuhætti þess, að þar vildu þeir vera og starfa fram-
vegis, og þótt þeir af einum eða öðrum ástæðum ættu þess
ekki kost, þá að þeir þá bæru jafnan þann hug til héraðs-
ins, að því vildu þeir allt vinna, sem þeir orkuðu.
Ég hef skotið þessari hugmynd fram hér, með því að
ég er þess fullviss, að yrði henni komið í framkvæmd,
myndi það ekki einasta verða sterkasta lyftistöngin fyrir