Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 17
Minni breiðfirzkra kvenna
Sem betur fer ganga fáir svo um á björtum og heiðum
breiðfirzkum vordegi, að þeir finni ekki og sjái hlýju og
birtu hinnar skínandi sólar, né finni ilm og gleðjist af
fegurð brosandi blómanna, sem vaxa við götu þeirra.
Þannig munu fáir Breiðfirðingar hafa lifað svo júní-
daga æsku sinnar, að þeir hafi ekki fundið að bjartasta
sólskinið, sem vafði hvern dag unaði og blíðu og feg-
urstu blómin, sem ilmuðu við braut þeirra í hversdagsleik
daganna voru breiðfirzkar konur, sem með blíðu sinni
fegurð og þreki gátu breytt sorgum í söng og erfiðleikum
virkudaganna í hugljúfa sunnudags'helgi.
Aldrei gat mótlæti og hverflyndi heimsins knúð fram
þau tár af hvörmum hins breiðfirzka drengs að brosin,
og blíða höndin hennar mömmu hans gæti ekki þerrað
þau og hrakið ský mótlætisins brott frá sól bernskudag-
anna.
Aldrei varð barátta og erfiði starfstíma hins vaxna
Breiðfirðings svo þungt, að hin hlýja hönd og nákvæma um-
hyggja húsmóðurinnar breiðfirzku, konunnar hans, gæti
ekki bezt hvílt þreyttar hendur hans og gert lífið þess virði
að lifa því, og erfiðleikana dýrmætan vinning, leik sem
breyttist í sigur og sælu.