Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
Aldrei varð breiðfirzki öldungurinn svo einmana, þeg*
ar ellin hafði meinað honum áframhaldandi víkingsfang-
brögð við ægi, að það væri ekki hönd og róinur litlu sonar-
eða dótturdóttur hans, sem veittu ró og frið yfir rökkur
hinna blindu augna, sem sjávarseltan hafði svo oft látið
svíða, styrkti hina skjálfandi, árakrepptu hönd og vekti
lúfar minningar um gáruð sund og glitrandi voga, þar sem
báturinn hans hafði svifið með ástmey innanborðs í æsku,
og borizt með fannhvítum seglum til framtíðarstranda.
Fegurð breiðfirzkra kvenna hefur lengi verið viðbrugð-
ið. Hallgerður og Guðrún tvær fegurstu og frægustu kon-
ur íslenzkra sagna voru Breiðfirðingar. Ollum ber saman
um fegurð þeirra, dugnað og þrek. Konur, sem kunnu að
elska og hata af innsta eðli. Miklar í ást og hatri. Eldur
og ís, eins og Island sjálft. Fagrar og bjartar eins og
breiðfirzkur vormorgunn.
Það er naumast undur þótt svo bjart og töfrandi hérað
íóstri fagrar dætur. Ef nokkur skyldi efast um að fegurð
og tignarsvipur lifi enn meðal breiðfirzkra kvenna ættu
þeir að minnast þeirrar fegurðar, blíðu og göfgi, sem
skín af svip og látbragði frú Guðrúnar prófastsekkju frá
Flatey, svo að ég hætti mér ekki út í að nefna neinar yngri,.
þótt nógar séu til, en þar er hin svipmilda breiðfirzka
kvenfegurð, sem ekki fölnar, meðan þær byggðir byggjast.
Um dugnað og þrek kvennanna við okkar kæra fjörð
þarf ég ekki að fjölyrða, en nægir að vísa til kvæðisins
Breiðfirðingavísur eftir breiðfirzku skáldkonuna Herdísi
Andrésdóttur. Þær vísur sýna glöggt, að naumast mun það
starfssvið til í íslenzkum sveitabúskap, sem breiðfirzkar
konur hafa ekki stundað af snilld og þreki, allt frá a'ð