Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 19
BREIÐFIRÐINGUR
17
hinum liprustu handtökum við börn og eggjamæður, til
þess að vera formenn á breiðfirzkum bátum, og taka ár-
ina með þreki og áræði hinna knáustu karla. Og til marks
um hreysti þeirra má geta þess, að ekki alls fyrir löngu
ól breiðfirzk kona barn við störf sín undir beru lofti án
aðhlynningar í fjarveru manns síns, án þess að á henni sæi
til langframa.
En þótt fegurð og dugnaður breiðfirzkra kvenna sé mik-
ið og margþætt umræðuefni er þó góðleiki þeirra, samúð
og andans gáfur, framsýni og nákvæmni hin fegurstu
hnoss, sem ævidagarnir hafa enn þá veitt flestum okkar.
Þessir eiginleikar eru fóstraðir í baráttunni við mislyndan
ægi, þar sem hin hjúkrandi hönd verður sífellt að vera
reiðubúin að hlynna að þreyttum, köldum og votum eig-
inmanni, syni, bróður eða föður, og hvort munu allar dún-
og eggjaleitirnar ekki hafa sett sitt merki nákvæmni, al-
úðar og lipurðar í sálir þeirra, sem þau störf unnu?
En hvað snertir gáfur og andlegan sköpunarmátt kvenn-
anna við Breiðafjörð nægir að benda á systurnar, skáld-
konurnar góðkunnu Ólínu og Herdísi Andrésardætur. Ekki
mun sú íslenzk kona finnast, þótt engri sé gert lágt undir
höfði sem ort hefur dýrðlegri ástarkvæði en „Svarað bréfi“
eftir Olínu. Tel ég vafamál að nokkurt skáld okkar hafi
gert betur. — Og enga ósk á ég heitari, hvað sem öðrum
kann að finnast heldur en að verða umvafin slíkri ást,
sem ofin er úr minningum, sem meitlaðar eru tárum og
blóði, og eilífðin aldrei getur afmáð.
Og síðast nokkur orð til ykkar allra ónefndu hversdags-
hetjur, sem vinnið hljóðlátar störf ykkar í litlu og fá-
tæklegu bæjunum heima. Þið andlegar systur Þóru