Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 20
18
B R E I Ð F I R Ð I N G U R
móður Matthíasar. Ég óska að ykkur takist að móta svo
hjörtu og huga sona ykkar og eiginmanna, að þeir verði
héraði sínu sæmd og auður hvar og hvert sem straumur
örlaganna bera þá. Ef ég þekki rétt er engin ósk ykkar
heitari, þótt þið sjálfar hverfið í skuggana að baki dags-
ins og skrifið kannske í öskuna öll ykkar beztu ljóð. Það
var um breiðfirzka móður, sem þessi orð voru sögð: Hvað
er ástar og hróðrardís, hvað er engill í paradís hjá göfugri
móður? Engillinn yrði fljótur að fölna við ljómann af
ykkur, þegar öllu er fórnað á framtíðaraltari sonanna,
engin tár, enginn blóðdropi of dýr, svo að þeirra ævi sé
tryggð sem bezt. Þökk fyrir hverja fórn, hvert starf. Eg
hygg engan þann Breiðfirðing til, sem ekki vill reynast
hæfur þess að þakka með mannkostum og göfgi það vega-
nesti sem þið hafið fengið honum. Og ég og margir fleiri
kannske, við allir Breiðfirðingar, eigum þá ósk heitasta
að mega vefjast sólskini og blíðu breiðfirzkra mæðra,
unnusta, og dætra til hinztu stundar.
Arelíus Nielsson.