Breiðfirðingur - 01.04.1964, Síða 23
BREIÐFIRÐINGUR
21
Þær í forsælunni eru hvítar. Döggin verður aldrei svört.
— Þær hláu vildi ég kalla bládögg og þær gylltu gull-
dögg. Þetta eru falleg heiti, en hvergi nærri eins falleg
og raunveruleikinn, daggarperlurnar sjálfar. Það er nefni-
lega ekki hægt að lýsa landslagi með orðum, jafnvel ekki
á íslenzku. Orðin geta verið meitluð, markviss og hljóm
fögur, en þau eru ekki áhrifin. Ljóð getur komizt nálægl
því að lýsa landslagi, mál verða þó sanni nær því að þau
eru „impressionin“ — áhrifin eða „expressionin — túlk-
unin. Sumir segja, að góð tónlist lýsi landslagi bezt. —
Eg er ekki skygn á það, en þó skal játað, að ég hef séð
akra bylgjast og hjarðir renna í Pastorale Beethovens og
eygt svipmikla skóga, straumþungar elfur og heillandi
fegurð þúsundvatna landsins í Finlandíu Sibeliusar.
Það fljúga flugur og fiðrildi um þennan perluskóg
morgundaggarinnar. í þeim kynjaheimi verður jafnvel
fiskiflugan falleg. Grænblá slikjan á henni líkist litnum
á kolli stokkandarsteggsins. Þarna stikar líka rauðrössuð
könguló. Kannske sér hún það, sem er inni í daggarperl-
unum; þetta, sem okkur er forvitni á að sjá, en sjáum
-aldrei, því sólin gefur perlunum bara stundarfegurð, svo
sprengir hún þær, og stráin þorna. Það er skrítið, að
engin dögg sezt á bifukollurnar. Sólin hefur þerrað ljóns-
lappann, sem myndar prestakraga við hverja grásteins-
klöpp. Blóðbergið er skærrautt eftir daggarþvottinn. Mað-
ur grípur hendi í blóðbergsskúf og stingur fáneinum
lifrauðum blómhnöppum milli tanna og tyggur. Það kem-
ur ferskt blóðbergsbragð á tungubroddinn. Svolítið morg-
unkul bærir fífuflóann mjúklega og losar svifaldinin,
sem flögra eitthvað út í geim og af verður dálítil dúnmjúf