Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 24
22
BREIÐFIRÐINGUR
fífudrífa. Hvar skyldu þessi liílu flugskeyti blómanna
hafna? Á slíkum augnablikum verða smámunirnir umhugs-
unarefni. Það er svo margt einkennilegt í náttúrunni um
óttuskeið, á mótum draums og vöku. Til dæmis verðui
manni gengið með læk og skuggi manns fellur á vatns-
flötinn, sem gárar skuggamyndina, og maðurinn þekkir
ekki sinn eigin skugga. Sennilega þekkir enginn maður
skuggann sinn, ekki fremur en jörðin skýin, sem sveima
í kringum hana.
Augnablikið, morguninn, dagurinn, er auðvitað tími, á
meðan hann er að líða. Þegar hann er liðinn, er hann
eitthvað allt annað. Sumir kalla það minningu. Yissulega
geta liðnir dagar verið minning, mynd af atviki eða mann-
eskju. En svo eru hinir dagarnir og dagstundirnar, sem
hafa ekki skilið eftir einhverja slíka atburðamynd, held-
ur bara kennd, tilfinningu ,sem lifist aftur við ákveðin
skilyrði. Slíkur var sá liðni sunnudagsmorgunn á Snæ-
fellsnesi í miðjum sólmánuði, og með mér innra endur-
lifnar sú kennd, er ég rifja upp stökuna eftir sálmaskáld-
ið góða frá Bægisá:
„Blíður er árblær,
blíð er dags koma,
fylgja henni tónar
töfrafullir
árvakra fugla,
sem er eyrna lyst.“
Þar var fínn strengur íslandshörpunnar fagurlega sleg-
ínn.