Breiðfirðingur - 01.04.1964, Side 25
BREIÐFIRÐINGUR
23
3.
Drápuhlíðarfjall dregur rnenn til sín, ekki sízt þá, sem
safna steinum og finna augnfró í marglitu grjóti. Svo er
víðsýnt af fjallinu í góðu skyggni. Það var því ekkert álita-
mál að ganga á fjallið eða að minnsta kosti í Beinadalinn,
skálina, sem er ofarlega framanvert í fjallshlíðinni. Við
vorum þrír. Tveir okkar höfðu áður skroppið þarna upp.
Það var um hvítasunnuna árið áður. Vorum við þá í steina-
leiðangri, og happ var með í förinni. Eg brölti víst niður
með ein 20—30 kíló af marglitum jaspisum í bakpokan-
um. Þeir voru gulir, rauðir og grænir og ýmiss konar
breyskjur og sumir mjög harðir og fagurgljáandi. Þetta
þótti góður fengur, því að það er kynleg staðreynd, sem
maður rekur sig á eftir að hafa árum saman leitað steina,
að þá er það svo stundum, að þótt komið sé á miðin, ef
svo mætti segja, þ.e.a.s. á staði, sem eiga að vera steina-
auðugir, þá finnst ekkert að gagni. Steinafundir eru mjög
tilviljunarkenndir. Þó er það ráðlegast að leita jaspísanna
í giljum á mótum líparits og basalts. Svo er og um fleiri
holufyllingar, sem mynda fallega skrautsteina.
Drápuhlíðarfjall er ekki einvörðungu skemmtilegt steina-
land glysgjarnra leikmanna heldur hefur það löngum ver-
ið freistandi viðfangsefni lærðra náttúrufræðinga. Fyrir
röskum 200 árum voru þeir Eggert Olafsson og Bjarni
Pálsson að príla þarna, og fyrir réttum 70 árum gekk Þor-
valdur Thoroddsen austanvert upp í Beinadalinn, nákvæm-
lega sömu leið og við erum að klöngrast í dag.
Eggert Ólafsson telur þrjú fjöll merkilegust í Snæfells-
nessýslu: Snæfellsjökul, Drápuhlíðarfjall og Fagraskógar-