Breiðfirðingur - 01.04.1964, Qupperneq 26
24
BREIÐFIRÐINGUR
fjall. Drápuhlíðarfjall gengur næst Snæfellsjökli sem nátt-
úrufyrirbæri, að hans dómi. — Til fróðleiks þeim, sem
ókunnir eru staðháttum þarna vestra, skal tilfærð stutt
lýsing Eggerts á fjallinu: „Það er víða rómað sem fjalla
auðugast af málmum og náttúrusteinum, en svo kallast
þeir steinar, sem þjóðtrúin hefur fyrrum talið, að gæddir
væru yfirnáttúrulegum krafti.“ — Drápuhlíðarfjall er
nokkuð mishátt, en hæðin annars í meðallagi 200—300
faðmar. Ummál þess er 3 mílur. Það stendur einstakt í
mílufjarlægð frá meginfjallgarðinum,“ — „í fjallinu
hafa gerzt hin ægilegustu umbrot og jarðbyltingar, svo að
það er allt einn óskapnaður, engin regla á skipan þess,
heldur eru steintegundirnar allar í einum hrærigraut. Og
hvers er annars að vænta af slíku umróti í náttúrunni, þar
sem loft, eldur og vatn hafa ýmist unnið saman eða hvert
gegn öðru til þess að sýna okkur áþreifanlega, hverjar
ógnarbyltingar hafa gengið yfir jörð vora og hverjum
breytingum hún er háð.“
En þetta átti annars hreint ekki að vera nein náttúru-
fræðiritgerð, heldur óbrotinn ferðapistill. — Svo leggjum
við á fjallið og njótum Eggerts, Bjarna og Þorvaldar. —-
Það vantar eiginlega aðeins Jónas Hallgrímsson í þenna
ágæta félagsskap, því að fyrir nákvæmlega 120 árum var
hann hér á ferð og trúlega að svipast um í Drápuhlíðar-
fjalli. í áfangaskrá hans yfir ferðir árið 1840 stendur við
daginn 24. júlí: „Fra Breiðabólstað over Drápuhlíð til
Stikkesholms.“ Hins vegar er engin frásögn af þessum
leiðangri, svo að við getum ekki notið fararstjórnar hans,
svo girnileg sem hún þó vissulega hefði verið, einkum
og sér í lagi, ef hún hefði verið í bundnu máli, í líkingu