Breiðfirðingur - 01.04.1964, Side 27
BREIÐFIRÐINGUR
25
við ferðaþættina í kvæðabálknum „Annes og eyjar.“ —
Það hefði t.d. ekki verið ónýtt að eiga vísur um Drápu-
hlíðarfjall í líkingu við stökurnar þrjár um Olafsvíkur-
ennin, en efnivið í þær er talið, að hann haf iaflað sér á
Breiðafjarðarfjörum árin 1840—’41, og þurfti þó senni-
lega ekki langferð til, svo ofarlega sem Eggert Ólafsson
var honum jafnan í huga. Enda lýkur kvæðinu þannig:
„Hvort á nú heldur að halda
í hamarinn svarta inn,
ellegar út til þín betur,
Eggert, kunningi minn?“
Þetta var annars ósköp ósöguleg fjallganga. Fjallið er
ekki hátt. Þótt bratt sé nokkuð og lausgrýtt, eins og gengur
og gerist í líparítfjöllum og og því ekki alls kostar auð-
velt að fóta sig í einni og einni skriðu, er gangan erfið-
leikalítil fyrir hvern sem er, ef að engu er farið óðslega.
Fjailið er að meslu ógróið, ein urð, tröllaukin grjóthrúga,
en þó fjölbreytilegt með ólíkindum. svo margvíslegir eru
steinarnir að lit, lögun, stærð og tegund. Sums staðar eru
heilar skriður af þunnum flögum, nánast eins og þakhell-
ur, á öðrum slóðum eru allir steinar teningslaga. Og svo
allt litskrúðið. Líparítið í Baulu er marglitt og inni í Land-
mannalaugum eru til rauð, blá og fjólublá fjöll, en jafn
mikið litskraut steina í einu fjalli held ég að hvergi geti
að líta og í Drápuhlíðafjalli. Svo eru tegundir bergsteina
miklu fleiri hér en víðast annars staðar i líparítfjöllum.
En það sjáum við betur, þegar ofar dregur.
Gróður er sáralítill, helzt eru það geldingahnappar, sem
á stangli skjóta kolli fram úr grjótruðningum. Fuglalíf er