Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 31
HJÖRTUR PÁLSSON:
Jörfagleði í Dölum
Islendingar hafa fundið sér margt til dundurs og
skemmtunar á liðnum öldum. I þeim efnum á hvert tíma-
bil sína sögu, sem nú er horfin og gleymd, nema að því
leyti, sem um hana verða fundnar götóttar heimildir í
munnmælum og sögnum.
Fornöldin átti sinn garpskap og íþróttir, sem klassísk
heiðríkja hefur hvelfzt yfir í þúsund ár. En mörlandinn
hefur einnig þreyð svarta daga eigi síður en bjarta og
arfur þeirra í sögn og ljóði oft orðið honum tamari en
bókmenntir um víkinga. Mannfundir og skemmtanir á mið-
öldum báru þunglamalegan svip, blandinn viðkvæmum
trega, sem varð furðulega lífseigur. Það var tregi viðlags-
ins og þjóðvísunnar, sem rótseigasta líftaugin í íslenzkri
lýrik. Stundum var hann eilítið glettinn, jafnvel grár, og
það er þetta undarlega sambland af glettni og trega, sem
skapar andrúmsloft þeirra ljósaskipta, þegar skemmtanir
Islendinga eru að hverfa úr heiðríkju fornaldarinnar inn
í miðaldarökkrið.
Dansar og vikivakar.
Dansleikir með öllu, sem þeim fylgdi ,voru á miðöld-
um einna vinsælastar skemmtanir alþýðu á landi sér.
Sjálfsagt hefur það verið fleira en eitt, sem olli því, að