Breiðfirðingur - 01.04.1964, Síða 32
30
BREIÐFIRBINGUR
kappgirni og íþróttahugur eldri tíraa fór halloka í þeirri
samkeppni. í fornöld kunnu íslendingar ekki að dansa.
Á miðöldum og miklu lengur var vesöld og volæði þjóðar-
innar oft meira en hófi gegndi, og geistlega valdið og
vaxandi ítök þess kom því til leiðar, að nú voru upp tekn-
ar aðrar skemmtanir en áður. Með því jukust einnig er-
Iend menningaráhrif, sem m.a. komu fram í því, að farið
var að líkja eftir skemmtunum útlendinga, en danslistin
harst Islendingum sunnan úr álfu yfir Þýzkaland og boð-
leiðina heim.
Á þessum tímum var ekki lenzka að leika fyrir dans-
inum á hljóðfæri, heldur sungu dansendur vísurnar eða
danskvæðin sjálfir, og var orðið dans þá haft jöfnum
höndum um kveðskapinn og dansleikinn. Þeir, sem þátt
tóku í þessum skemmtunum, dönsuðu síðan eftir hrynj-
andi söngsins. Framan af fjölluðu dansarnir oftast um út-
lend efni og títt um riddarann, sem langaði með jóm-
frúna góðu út í lundinn, en um siðaskipti tók þjóðin að
líta sér nær og orti um íslenzk efni undir erlendum hátt-
um, sem með tilkomu dansanna leystu ljóðamálið úr fjötr-
um dróttkvæðabarningsins, sem þá hafði gengið sér til
húðar í upphaflegri mynd. Þessum nýju dönsum var gefið
heitið vikivakar.
A öllum öldum.
Ekki verður með fullri vissu um það sagt, hvenær fyrst
var stiginn dans hérlendis, en það er kunnugt af sögu Jóns
biskups helga, að á hans dögum og jafnvel fyrr var leik-
ur sá kær mönnum „að kveða skyldi karlmaður til konu
í dans blautleg kvæði og regileg og kona til karlmanns