Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 33
15 R E 1 Ð F I R Ð I N G U R
31
mansöngsvísur. Þennan leik lét hann af taka og bann-
aði sterklega. Mansöngskvæði vildi hann eigi heyra né
kveða láta, en þó fékk hann því eigi af komið með öllu.“
— Virðast því dansar hafa verið komnir til sögunnar hér
á landi fyrir upphaf tólftu aldar. — Blómatími vikivak-
anna mun hafa verið snemma á sautjándu öld. Orðið viki-
Vaki kemur ekki fyrir í fornsögum. Guðbrandur Vigfús-
son taldi það hafa komizt inn á 15. öld, því að þar sem
fyrst er talað um slíkar skemmtanir á íslandi í seinni tíð
eru þær nefndar öðrum nöfnum, vaka eða vökunótt. Síð-
asti gleðileikurinn á Jörfa í Haukadal í Dalasýslu mun
hafa verið haldinn á fyrsta áratug átjándu aldar, senni-
lega 1706 eða 1707. — En telja má líklegast, að þessi
gamla skemmtan, sem tíðkazt hafði á íslandi síðan á ell-
eftu öld, hafi liðið algjörlega undir lok kringum 1800.
Víða glatt á Hjalla.
Sjálfsagt hafa dansar verið iðkaðir víðar um land í
einhverri mynd en nú er kunnugt. Þó höfum við enn sagn-
ir af gleðileikum og dönsum allvíða.
Frægasta skemmtunin af þessu tagi er Jörfagleðin, sem
haldin var á Jörfa í Haukadal vestur.. Var henni við
brugðið, og fara ýmsar sögur af svallinu, sem henni
fylgdi, en að því verður komið síðar. — Fyrir miðja átj-
ándu öld voru haldnir allfrægir dansleikir á Þingeyrum,
en lengst héldust vikivakarnir á Vesturlandi á ýmsum stór-
bæjum, þó að aðeins séu óljósar sagnir um flestar þessar
gleðir. Ingjaldshólsgleðin undir jökli og Stapagleðin voru
orðlagðar, en við Stapagleðina var kenndur dans og nefnd-
ur Stapadans. Ingjaldshólsgleðin var bæði fræg og fjöl-