Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 35
BREIÐFIRÐINGUR
33
Áður var drepið á baráttu Jóns biskups helga gegn
dönsunum, þá að eigi fengi hann með öllu af komið. í
vísnabókarformálanum talar Guðbrandur biskup Þorláks-
son um brunavísur og amorskvæði og virðist ekki sérlega
hrifinn. — Séra Jón Magnússon í Laufási (d. 1675) hef-
ur ort sand kvæða þar á meðal eitt um ónýting tímans,
en þar stendur:
„Tafl og spil eða ráðlaust reik
með lát og leik
lítt trúi ég kristnum sæmi.“
Þó að stundum hafi eflaust verið ástæða til að beita sér
gegn því í góðra siða nafni, að leikina keyrði um þver-
bak, gengu hinir geistlegu herrar á tíðum fulllangt í að
iordæma alla veraldlega skemmtan og kalla hana „apa-
skap“. — í Fororðinu um helgihald sabbatsins 1744 stóð
þessi klausa, gefin út frá Hólum í Hjaltadal: „Allt tafl,
leikir, hlaup, spil, gárungahjal og skemmtan, — fyrir-
bjóðast alvarlega hér með öllum, einum og sérhverjum án
mismunar að viðlögðu straffi, sem helgidagsbrot áskilur.“
— 28. erindið í Upprisusálmi Steins biskups Jónssonar
hljóðar þannig:
„Leikar, ofdrykkja, dans og spil
Drottni gjörast þá sízt í vil.
enga guðsdýrkan eflir slíkt,
óskikkjan sú þó gangi ríkt.“
Dansleikirnir á Þingeyrum urðu til þess, að séra Þor
steinn Pétursson á Staðarbakka samdi latínurit til höfuðs
öllum skemmtunum og leikjum, sem nöfnum tjáir að nefna,