Breiðfirðingur - 01.04.1964, Qupperneq 36
34
BREIÐFIRÐINGUR
öðrum en sálmasöng og guðsorði 1775. Þar segir hann,
að stundum hafi kviknað í leikhúsum, ennfremur hafi
fólk dottið og meitt sig við leiki. Þetta álítur prófasturinn,
að sé bein refsing frá guði almáttugum fyrir þetta óguð-
lega athæfi. En þessi dæmi eru þau sögulegu rök, sem
böfundurinn færir fyrir því, að öli skemmtan sé svnd-
samleg og sá, sem hana elski, sé „sem gagnslaus jarðar-
hnaus.“ — Hins vegar er Meistari Jón góður fulltrúi
þeirra gömlu, íslenzku guðfræðinga, sem láta leiki og hóf-
legar veraldarskemmtanir njóta sannmælis, en hann segir.
að skemmtan sé einn af þeim hlutum, „hver á stundum
sé nauðsynleg bæði fyrir líkamann og sálina, því hvor-
ugt af þeim getur þolað jafnaðarlega mæðu, nema maður
á stundum taki sér nokkra endurnæring. Þar fyrir er
mönnum það leyfilegt.“ Rétt er og að taka fram, að ekki
er víst, að klerkunum einum hafi staðið stuggur af gáska-
fyllstu skemmtunum liðinna alda. Þjóðsögur sköpuðust
meðal alþýðu. Hjátrú var landlæg, og taumlausar skemmt-
anir eiga eflaust sinn þátt í þjóðsögunum um „móður
mína, kví, kví“, dansinn í Hruna og ósköpin á Bakkastað.
Vistir og veraldargengi.
Ráða verður af líkum, að fremur muni það hafa verið
óvanalegt, að nokkur einn maður hafi haldið vikivaka eða
aðrar hliðstæðar samkomur á eigin kostnað, heldur munu
menn hafa lagt saman, þeir er skemmtunarinnar nutu. —
Auðvitað var þá munur mannvirðinga og skapgerðar engu
minni en nú, svo að eflaust hafa verið til þeir höfðingj-
ar og rausnarmenn, sem lögðu metnað sinn í að bjóða til