Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 37
BREIÐFIRÐINGUR
35
veglegs gildis, og sakar ekki að geta þess í því sambandi,
að á Jörfa bjuggu jafnan efnamenn og hýstu stórmann-
lega, svo að það hlýtur að hafa ráðið nokkru um, að
sá staður valdist til þessa skemmtanahalds öðrum fremur.
Til þess hefur þurft rúmgóð húsakynni, mat og „mjaðar-
föng minnst til þriggja vikna“, eins og Davíð segir í ágætu
kvæði um Jörfagleði, en fyrr á öldum var ekki á allra
íæri að veita það hverjum, sem hafa vildi; þeir voru fleiri,
sem höfðu nóg með sjálfan sig.
,j dansinn allir bruna. . . . “
Jörfi stendur sunnanmegin í Haukadal miðjum undir
háum, samnefndum hnúki. Eins og áður segir var á þess-
um bæ haldin frægasta gleðisamkoma fyrri alda á landi
hér í formi dansleikja, enda hefur nafnið Jörfagleði oft
verið notað síðan, þegar menn hafa þurft að lýsa all-
taumlausum skemmtunum, en gleðin í Dölum vestur mun
í eðli sínu hafa verið ekki ósvipuð nútíðarþorrablótum
Islendinga.
Langt fram á sautjándu öld var gleði haldin á Staðar-
felli fyrir vesturhluta Dalasýslu, en þótti ekki slík sem
á Jörfa. Eftir að Staðarfellsgleðin var úr sögunni var fjöl-
mennt enn meir að Jörfa, en þangað sóttu auk Dalamanna
Skógstrendingar og Hrútfirðingar.
Hreinlífi þótti þar sjaldan á háu stigi, en svo mikið
kapp lögðu bæði hefðarfólk og alþýða manna á að sækja
Jörfagleðina, að vinnufólk gerði það að ráðningarskilyrði
að það mætti fara þangað.