Breiðfirðingur - 01.04.1964, Síða 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
„Hér er kominn Hoffinn“.
Ekki er vitað með vissu, hvernig gleðileikir liðinna alda
fóru fram, hvort sem það var á Jörfa eða annars staðar.
né hvað á skemmtiskránni var. Sjálfsagt hefur það verið
mismunandi eftir tímabili, sveit og sýslu.
Sennilega hefur samkoman hafizt með borðhaldi. Ein-
hvers staðar er þess getið, að Jörfagleði hafi verið haldin
á baðstofugólfinu, þar eð jafnan var fremur stórhýst á
Jörfa.
Þá er snæðingi var lokið á vikivakanum, var tekið til
drykkju, og var þá borin vínskál inn í veizlusalinn, sem
kölluð var vítabikar, og var þá sungin þessi vísa:
„Bolli víta borinn er inn,
bragnar mega hann finna,
að skemmta þeim í skilnaðinn,
svo skuli þá til hans minna.“
Síðan var skálin drukkin og eflaust fleiri minni, og.
tóku menn svo að dansa. Það af fólkinu, sem lék ekki,
sat á palli og horfði á. Stundum kváðust karlar og konur
á vísur, og margt annað var haft til skemmtunar. Talið
hefur verið, að sá hafi verið nefndur Hoffmann eða Hoíf-
inn, sem stýrði Jörfagleði, en Alfinn sá, sem gekk honum
næstur. Sennilega hefur þetta átt sér stað, þegar um hinn
svokallaða Hoffinsleik var að ræða, en í Jörfagleði segja
sumir, að leiknir hafi verið ýmsir leikir, svo sem Þórhild-
arleikur og hindarleikur.
Og allir kannast við þetta gamalkunna upphaf: „Hér
er kominn Hoffinn.“