Breiðfirðingur - 01.04.1964, Qupperneq 40
38
breiðfirðingur
svo úr hófi, að sýslumaður lét dóm ganga og bannaði
hana. Var Jörfagleði aldrei haldin eftir það.
Þá var sýslumaður í Dalasýslu Jón Magnússon, bróðir
Árna prófessors, og hafði hann sýsluna í umboði Páls
Vídalíns, mágs síns. Segir sagan, að hann hafi sjálfur
verið á gleðinni, en ekki er þess getið, að hann hafi gerl
sér þar neitt far um að halda góðum siðum. —
Trú manna var sú, að Jóni Magnússyni hefði hefnzt
fyrir að dæma gleðina af, því að eftir það dundu á hon-
um hver ósköpin eftir önnur. Hann missti brátt sýslu fyrir
tvö brot og var þá dæmdur til hýðingar, en konungur gaf
honum upp húðlátið og rak hann úr Skálholtsbiskupsdæmi.
Þá fór hann að búa á Ásgeirsá í Víðidal, en síðan á Sól-
heimum í Sæmundarhlíð. Féll hann þá enn í freistni i
kvennamálum og varð líflaus, en konungur gaf honum
líf. Hann andaðist hálf áttræður 1783 og hafði þá lengi
búið við fátækt og basl. En einu virðist sagan hafa gleymt
að geta Jóni til málsbóta: Á því leikur lítill vafi, að þessi
írægi dómur hans stendur í sambandi við Stórubólu, sem
hér gekk um þessar mundir. Og hvaða viðbrögð voru þá
heiðarlegum valdsmanni eðlilegri?
Alfahefndir.
Ekki voru þó allir þeirrar trúar, að Jóni hefði hefnzt
fyrir að afnema Jörfagleði.
Sagan segir, að þegar það var gert, hafi búið þar kona,
er Þórdís hét, Sagt er að henni hafi þótt svo mikið fyrir
því, að gleðin var numin af, að hún hafi flutt af jörð-
inni. En veturinn eftir bar svo við, að snjóflóð hljóp
fram úr gili í Jörfahnjúk, en það hafði þá ekki gerzt áð-