Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 42
Dúnkonan á Miðliúsum
Óvíða á íslandi hygg ég, að unnt sé að finna öllu fjöl-
breytilegri fegurð en í Reykólasveit og Geirdal. Allir
þessir lynggrónu, ávölu ásar, sem skipta sveitinni nokkuð,
og hraunhólarnir og strýturnar, gefa landslaginu svo ná-
læga hlýju, að mann langar til að setjast niður á þúfu og
líta kringum sig.
Jafnframt liggur þó sveitin þannig að fjallahringur-
inn er einhver sá fríðasti og tignarlegasti, samfara mikilli
fjölbreytni í ytri formum, sem ég hef nokkurs staðar séð.
Við þetta bætist svo nálægð hafsins með fjölmörgum
vogum og víkum og löngum fjörðum. Úti á Breiðafirði
sigla eyjar við hafsbrún.
Þegar ég horfði á alla þessa margbreytilegu fegurð
landsins, þessa mér liggur við að segja ofgnótt af unaði
náttúrunnar, datt mér stundum í hug, hvort það gæti stað-
ið í einverju sambandi við þenna fjölbreytilega unaðs-
leik landsins, að Reykhólasveitin hcfur fóstrað þrjú jafn
svipmikil og sérstæð stórskáld og jón Thoroddsen, Matthí-
as Jochumsson og Gest Pálsson. Að minnsta kosti er ég
sannfærður um, að geti landslag fóstrað með mönnum
skáldgáfu, hljóti Reykhólasveitin að verða vagga skálda,
svo lengi sem menn skilja hlutina „jarðlegri skilningu.“
Líklega hefur engin hlíð á Islandi hlotið innilegri og
elskufyllri kveðju en Barmahlíðin, sem Jón Thoroddsen